Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ábyrg ferðaþjónusta

Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni og viljum við hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til þátttöku.
Við Gunnuhver. Mynd: Olgeir Andrésson
Við Gunnuhver. Mynd: Olgeir Andrésson

Kæri ferðaþjónustuaðili, 

Við viljum vekja athygli þína á verkefni um Ábyrga ferðaþjónustu og hvetja þig til þátttöku.

Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni og er tilgangur verkefnisins að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Markaðsstofur landshlutanna, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, SAF, Höfuðborgarstofu, Stjórnstöð ferðamála og Safetravel, vilja þannig bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Hægt er að skrá sig og lesa yfirlýsingu um verkefnið hér. 

Yfirlýsingin verður undirrituuð í Sólinni, í Háskóla Reykjavíkur þann 10. janúar 2017 kl. 14.30. Við óskum eftir þátttöku þinni í verkefninu og hvetjum þig til að skrá þitt fyrirtæki til leiks. Festa, í samstarfi við Íslenska ferðaklasann, mun í framhaldinu á árinu 2017 bjóða þátttakendum uppá fræðslu og stuðning í formi hugmyndafunda, málstofa og vinnustofa þar sem sérfræðingar kynna fyrir fyrirtækjum hagnýtar leiðir að ábyrgri ferðaþjónustu. Til að koma sem best til móts við aðila af landsbyggðinni verður boðið uppá meirihluta fræðslunnar í gegnum webinar þar sem aðilar geta verið þátttakendur hver á sínum stað. Fyrsti fræðslufundur í tengslum við verkefnið verður hinsvegar haldinn 20. janúar kl 12:30 í Reykjavík. Þátttaka í fræðsluhlutanum er ekki skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu. Þátttaka í undirskrift að yfirlýsingunni er öllum að kostnaðarlausu. 

Ef aðilar vilja taka þátt í fræðsluprógrammi í framhaldi er kostnaður 50.000kr og verða í allt 10 skipti til desember 2017. 

Ef þú ert þátttakandi í Mannamótum og hefur ekki kost á því að koma við undirskriftina þann 10.janúar verður aðili á staðnum á Mannamótum þann 19.janúar þar sem þér gefst kostur á að undirrita yfirlýsinguna. Viljir þú nýta þér þann kost máttu gjarnan senda upplýsingar á netfangið asta.kristin@icelandtourism.is