Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlun Reykjaness (DMP)

Fosíða áfangastaðaáætlunar Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu. 

Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa frá árinu 2016 leitt vinnu við gerð áfangastaðaáætlana fyrir alla landshluta - DMP (e. Destination Management Plans) í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Markaðsstofa Reykjaness hefur unnið áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. 

Áfangastaðaáætluninni er ætlað að vera leiðandi verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Mikilvægt er að endurskoða kafla hennar reglulega með tilliti til breyttra forsenda og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. Stefnt er að upptöku og endurskoðun á áfangastaðaáætluninni veturinn 2019-2020 í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar verður unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

(Síðast uppfært 30. apríl 2019)

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík