Grindavík Góður bær

Grindavík er rótgróinn sjávarútvegsbær á sunnanverðum Reykjanesskaga en í Landnámabók segir frá því að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans hafi numið land í Grindavík. Grindavík liggur fyrir opnu úthafinu þar sem brimaldan gengur næstum óbrotin á land. Hafnarskilyrði voru nánast engin frá náttúrunnar hendi. Sjósókn var frá fyrstu tíð erfið og áhættusöm frá Grindavík en þaðan var þó jafnan mikið útræði, meðal annars lengi á vegum Skálholtsstóls. Má enn sjá för í klettum fyrir ofan varirnar þar sem skipin voru sett upp.

Nú er höfnin í Grindavík með betri og öruggari fiskihöfnum landsins sem iðar af lífi allt árið um kring. Það eru fáir staðir á Íslandi þar sem hægt er að fá sjómennskuna jafn beint í æð og í Grindavík. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 og hefur bærinn vaxið og dafnað jafnt og þétt en íbúar í dag eru um 3.100 talsins.

Í Grindavík er allt til alls fyrir ferðamenn, hótel, gistiheimili, nýtt tjaldsvæði,18 holu golfvöllur, sundlaug, Bláa Lónið og mikið úrval hágæða veitingahúsa. Ýmis afþreying er í boði og stórbrotin náttúra Reykjanessins við bæjardyrnar.

Íþrótta- og menningarlíf hefur löngum verið öflugt í Grindavík en Grindvíkingar halda Menningarviku hátíðlega í mars og bæjarhátíð Sjóarinn síkáti um Sjómannadagshelgina er sannkölluð fjölskylduhátíð sem dregur að sér þúsundir gesta ár hvert.

Verið velkomin til Grindavíkur. Við tökum vel á móti ykkur.

grindavik_0485.jpg
Grindavík
GPS punktar N63° 27' 45.015" W21° 29' 40.951"
Póstnúmer

240

Vefsíða www.grindavik.is

Grindavík - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

destination blue lagoon ehf.
Ferðasali dagsferða
 • Norðurljósavegur 9
 • 240 Grindavík
 • 420-8800
Golfklúbbur Grindavíkur
Golfvellir
 • Húsatóftum
 • 240 Grindavík
 • 426-8720
Arctic Horses
Hestaafþreying
 • Hópsheiði 16
 • 240 Grindavík
 • 848-0143
Salty Tours
Dagsferðir
 • Borgarhraun 1
 • 240 Grindavík
 • 820-5750
Northern Light Inn
Hótel
 • Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1
 • 240 Grindavík
 • 426-8650
Eldfjallaferðir
Upplýsingamiðstöðvar
 • Víkurbraut 2
 • 240 Grindavík
 • 426-8822

Aðrir

Northern Light Inn
Hótel
 • Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1
 • 240 Grindavík
 • 426-8650

Aðrir

destination blue lagoon ehf.
Ferðasali dagsferða
 • Norðurljósavegur 9
 • 240 Grindavík
 • 420-8800
Max´s Restaurant
Veitingahús
 • Norðurljósavegur 1
 • 240 Grindavík
 • 426-8650
Bryggjan Grindavík
Veitingahús
 • Miðgarður 2
 • 240 Grindavík
 • 426-7100
Northern Light Inn
Hótel
 • Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1
 • 240 Grindavík
 • 426-8650
Sjómannastofan Vör
Veitingahús
 • Hafnargata 9
 • 240 Grindavík
 • 426-8570
Veitingahúsið Brúin
Veitingahús
 • Hafnargötu 26
 • 240 Grindavík
 • 426-7080
Saga og menning
Kvikan, menningar- og auðlindahús

Í Kviku eru tvær glæsilegar sýningar, Jarðorka og Saltfisksetur Íslands.

Sýningunni JARÐORKU er ætlað að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta.
Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því að landið er ungt og enn í mótun. JARÐORKU er ætlað að varpa nokkru ljósi á þessa þætti um leið og hún skýrir fyrir gestum hvernig orkan í iðrum jarðar er beisluð til að hita upp þúsundir heimila á Suðurnesjum og sjá íbúum þeirra fyrir fersku drykkjarvatni og nokkurri raforku að auki.

Á sýningunni eru 18 fræðslukassar með eftirfarandi þema:
1 Land í mótun
2 Sjór og eldur takast á
3 Ísland verður til
4 Jörðinni má líkja við egg
5 Plötumörk á jarðskorpunni
6 Jarðskjálftalíkan
7 Virka eldgosabeltið
8 Jarðskjálftar á Íslandi
9 Eldgos eru tíð á Reykjanesi
10 Sprungugos eru algengust á Íslandi
11 Aldur jarðar
12 Jökull yfir Skandinavíu
13 Ísland var suðræn paradís...
14 Rannsóknir og vísindi
15 Orka sótt í iður jarðar
16 Borað eftir heitu vatni
17 Orkuverið í Svartsengi
18 Bláa lónið

Sýningin er sett upp í samstarfi við HS Orku.
Saga saltfiskverkunar á Íslandi þar sem fléttast inn í saga sjómennsku, þróun skipa, veiða og vinnslu, frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa dags.

Sýningin Saltfisksetrið er ljóslifandi saga sjómennsku. Hún er mjög forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.

Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við
saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í Grindavík.

Sýningin Saltfisksetrið var opnuð árið 2002. Saga salfisksins er sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og lýsandi munum. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tímaröð. Möl er á gólfi og leikmyndir af húsum frá ýmsum tímabilum sem skapa sérstaka og eftirminnilega upplifun.

Ekkert var sparað til að gera sýninguna sem glæsilegasta enda hefur hún vakið mikla athygli. Grindavíkurbær var leiðandi aðili við byggingu setursins í samstarfi við stofnendur þess og aðra styrktaraðila í bænum.

Björn G. Björnsson sýningarhönnuður sá um hönnun og uppsetningu beggja sýninganna í Kvikunni.

Hitt og þetta
Sjóarinn síkáti
Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík er ein stærsta bæjarhátíð landsins, haldin um Sjómannadagshelgina. Þar er fjölbreytt dagskrá, allt frá fimmtudegi til sunnudags. Í boði eru ýmsir menningarviðburðir, fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa, skemmtun öll kvöldin, bryggjuball, við höfnina eru mikil hátíðarhöld auk hefðbundinnar hátíðardagskrár Sjómannadagsins og svo mætti lengi telja. Sjóarinn síkáti hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins.
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík