Flýtilyklar
Heilsa og vellíðan

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land. Á Reykjanesi er Bláa Lónið leiðandi í heilsu og vellíðunarferðaþjónustu.
Á Reykjanesi eru 6 sundlaugar, Garði, Grindavík, Sandgerði, Vogum og Reykjanesbæ opnar allt árið.
Sundlaugar
Um land allt er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Á Reykjanesi eru sex sundlaugar og þær eru allar upphitaðar.
Sundlaugarnar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.
Veitingar
Reykjanesið hefur uppá að bjóða mikið úrval af veitingastöðum, allt frá skyndibitastöðum til hágæða veitingastaða. Margir staðanna leggja mikið upp úr því að bjóða upp á hráefni úr héraði, má þar nefna að á Reykjanesi er rík hefð fyrir sjósókn og hafa veitingastaðir á svæðinu skapað sér sess á meðal bestu sjávarréttastöðum landsins.
Skoðaðu úrvalið með því að fara inn á spjöldin hér fyrir neðan og ekki gleyma að taka með þér minningar með því að kaupa vörur sem framleiddar eru á svæðinu.