Flýtilyklar
Matur í héraði

Reykjanesið hefur uppá að bjóða mikið úrval af veitingastöðum, allt frá skyndibitastöðum til hágæða veitingastaða. Margir staðanna leggja mikið upp úr því að bjóða upp á hráefni úr héraði, má þar nefna að á Reykjanesi er rík hefð fyrir sjósókn og hafa veitingastaðir á svæðinu skapað sér sess á meðal bestu sjávarréttastöðum landsins.
Skoðaðu úrvalið með því að fara inn á spjöldin hér fyrir neðan og ekki gleyma að taka með þér minningar með því að kaupa vörur sem framleiddar eru á svæðinu.
Veitingahús
Urmull veitingastaða er um allt land í öllum verð- og gæðaflokkum.
Hvort sem fólk hefur áhuga á heilsufæði eða einhverju minna heilsusamlegu, erlendri eða innlendri matargerð, ætti að vera hægur leikur að finna eitthvað gómsæti.
Skoðaðu listann hér að neðan og sjáðu hvað Reykjanesið hefur uppá að bjóða.
Kaffihús
Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum.
Sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó. Verð og úrval er afar mismunandi.
Skyndibiti
Margir smærri matsölustaðir bjóða upp á léttari matseðil; smurt brauð, súpur, íslenskan heimilismat eða jafnvel eitthvað sem þeir hafa sérhæft sig í. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa óformlega og heimilislega veitingastaði.
Morgunverðarstaðir
Búðu þig vel undir daginn með góðum morgunverð.
Nokkrir staðir á svæðinu opna snemma til að anna sívaxandi hópi gesta okkar sem vilja undirbúa sig vel fyrir daginn með góðum morgunverð. Skoðaðu úrvalið hér að neðan og veldu þann sem þér þykir bestur.
Matarupplifun
Ef þú vilt upplifa eitthvað einstakt á Reykjanesi þá getur matarupplifun verið það sem þú ert að leita að. Hvort sem þú vilt njóta þess innan svæðisins eða taka með þér minningar heim.
Skoðaðu hvað okkar samstarfsaðilar hafa uppá að bjóða.