Flýtilyklar
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Í 650 m2 sýninarsal er sýningin "Saltfiskur í sögu þjóðar" þar sem gesturinn fær á tilfinninguna að hann sé að rölta eftir bryggjunum í gegnum sjávarþorp frá fyrri hluta síðustu aldar. Leiðsögn af geislaspilara á íslensku, ensku, þýsku eða frönsku
Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á salfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.
Sýningin ætti að geta orðið forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún ætti einnig að geta orðið liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.
Opnunartími | Virkir dagar: | Laugardagar: | Sunnudagar: |
15. maí - 15. september | 10:00-17:00 | 10:00-17:00 | 10:00-17:00 |
16. september - 14. maí | 10:00-17:00 | 11:00-17:00 | 11:00-17:00 |
Einnig opið fyrir hópa eftir samkomulagi. |
Hafnargata 12a
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands