Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15. júní kl. 14:00-15:00

FJÖLSKYLDUMYNSTUR - LEIÐSÖGN

Föstudaginn 31. maí klukkan 18:00 opnaði sýning Erlu S. Haraldsdóttur „Fjölskyldumynstur“ í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus Safnahúsum.

Erla S. ólst upp í Svíþjóð en hefur verið búsett í Berlín í á annan áratug.

Í Listasafni Reykjanesbæjar sýnir hún ný málverk og lithographíur byggðar á fjölskyldusögu og endurminningum. Hún finnur tengingar við myndefnið í abstrakt mynstrum Ndbele ættbálksins sem hún kynnti sér í vinnustofudvöl í Suður Afríku.

Auk hefðbundinna málverka Erlu S. eru á sýningunni mynstur unnin beint á veggi og hafa nokkrir nemendur úr málaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík aðstoðað við gerð þeirra. Myndirnar sem Erla S. sýnir eru meðal annars tilkomnar vegna áhuga hennar á að kynnast uppruna sínum; formæðrum og ættkonum. Samtímis því að Erla S. kynnir sér menningararf kvenna í annarri heimsálfu, minnir listakonan á að í dag lifum við í heimsþorpi þar sem ólíkir menningarheimar þurfa að vinna saman í sátt og samlyndi.

Listakonan og sýningarstjórinn Inga Þórey Jóhannsdóttir verða með leiðsögn laugardaginn 15. júní kl. 14. Sýningin stendur til 18. ágúst og safnið er  opið alla daga frá 12-17.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík