Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
2.- 7. maí

Listahátíð barna 2019

Listahátíð barna í Reykjanesbæ er bæjarhátíð sem gerir listsköpun barna hátt undir höfði. Auk þess er boðið upp á listtengda dagskrá fyrir fjölskyldur.

Listahátíð barna í Reykjanesbæ hefur verið haldin frá árinu 2006 þegar einn leikskóli í bænum bauð foreldrum til lítillar Listahátíðar í Duus Safnahúsum. Síðan hefur hátíðin stækkað og dafnað og nú taka þátt í henni allir 10 leikskólar bæjarins, allir 6 grunnskólarnir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Danskompaní og Bryn Ballett Akademían í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar sem heldur utan um hátíðina.

Hátíðin samanstendur af glæsilegum listsýningum frá öllum skólastigum í Duus Safnahúsum, Hæfileikahátið grunnskólanna í Stapa og fjölskylduhelgi þar sem boðið er upp á fjölbreytta listtengda dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeim að kostnaðarlausu.

Við hvetjum bæjarbúa, félög og fyrirtæki til að taka virkan þátt í hátíðinni með okkur og efla barnamenningu af öllu tagi samfélaginu öllu til heilla.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík