Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
23.-24. maí

Þrautaleikur fyrir fjölskylduna

Árlega hefur Barnahátíð verin haldin með listsýningum allra skólastiga í Duus Safnahúsum og skemmtilegum fjölskyldudegi við Duus Safnahús, þar sem boðið hefur verið upp á  fjölbreyttar smiðjur og Skessan boðið í lummur.  Í ljósi ástandsins varð að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi.

Í samstarfi við Skemmtigarðinn býður Reykjanesbær upp á ótrúlega skemmtilegan þrautaleik fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ helgina 23. - 24.maí. Þar sameinum við menningarhluta hátíðarinnar, fjölskyldudaginn og þjófstörtum um leið Hreyfivikunni sem hefst formlega 25. maí.  

Það eina sem þarf til að taka þátt er sími og að skrá sig til leiks. 

Leikurinn verður opinn alla helgina og hægt er að hefja þátttöku hvenær sem fólki hentar.

Í boði eru 4 leikir; Njarðvík, Innri-Njarðvík, Keflavík og Ásbrú og Hafnir. Hægt er að velja hvaða leik  sama hvar fólk býr. Hægt er að spila einn leik, tvo, þrjá eða alla eftir hentisemi hverrar fjölskyldu.

Verðlaun verða veitt fyrir ýmsa þætti í leiknum auk þess sem heppnir þátttakendur verða dregnir út.

Við hvetjum fjölskyldur til að fara saman í góðan göngutúr og leysa ótrúelga skemmtilegar og auðveldar þrautir víðs vegar um bæinn.

Skráning fer fram hér

GPS punktar
N63° 59' 59.118" W22° 33' 29.778"
Staðsetning
Reykjanesbær

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík