Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Allt um eldgosið

Eldgosið í Geldingadölum er vinsæll áfangastaður og ein vinsælasta gönguleiðin í dag. 

Mikilvægt er að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað og hér ættir þú að geta fundið allar helstu upplýsingar. 

Safetravel birtir reglulega uppfærslur um opnunartíma og aðstæður á safetravel.is.

Nokkrar vinsælar spurningar og svör: 

  • Er opið að eldgosinu? - Svæðið er opið og er almennur opnunartími er frá kl. 6.00 til kl. 21.00. Opnunartíminn getur þó verið breytilegur miðað við aðstæður á svæðinu hverju sinni. Vefurinn Safetravel uppfærir upplýsingar um opnun reglulega og hægt er að finna upplýsingarnar efst á síðunni þeirra safetravel.is.
  • Er hægt að fá leiðsögn að eldgosinu? - Nokkrir ferðaþjónustuaðilar eru að bjóða uppá leiðsögn og ferðir. Skoðaðu hvað þau hafa uppá að bjóða hér.
  • Er hægt að leigja hjól? - Ferðaþjónusutuaðilar í Grindavík hafa verið að bjóða uppá hjól, en skoðaðu hvað ferðaþjónustuaðilar hafa uppá að bjóða hér.
  • Hvar er eldgosið og hvar byrjar gönguleiðin? - Eldgosið er í Geldingadölum á Reykjanesi. Hér getur þú fundið kort af svæðinu og gönguleiðinni. Safetravel hefur einnig upplýsingar um gps-hnit yfir leiðirnar.
  • Eru rútuferðir eða strætóferðir að gönguleiðinni? - Boðið er uppá strætóferðrir til og frá Grindavík að upphafi gönguleiðar að Geldingadölum um helgar. Hér má finna upplýsingar um það og kort yfir stoppistöðvar og bílastæði. Einnig er boðið er uppá rútuferðir úr Reykjavík (Kynnisferðir og Grayline).
  • Hvar eru bílastæði fyrir þá sem ætla að ganga að eldstöðinni? - Hægt er að leggja í Grindavík og eins við upphaf gönguleiðar að Geldingadölum. Hér er hægt að finna kort fyrir hvoru tveggja. 
  • Hvernig á maður að undirbúa sig varðandi útbúnað og klæðnað? - Gönguleiðin getur verið krefjandi og aðstæður misjafnar. Safetravel hefur tekið saman upplýsingar sem gott er að hafa í huga áður en haldið er af stað og einnig sett saman lista yfir góðan útbúnað. 
  • Er hægt að komast á salerni við gosstöðvarnar? - Hægt er að komast á salerni í Íþróttahúsinu í Grindavík. Það er opið alla daga kl. 9-21 nema föstudaginn langa og páskadag.
  • Skiptir máli hvernig veðrið er? - Veður skiptir miklu máli og mikilvægt að kynna sér aðstæður hverju sinni. Safetravel er að setja upp upplýsingar um veður sem uppfærist á klukkutíma fresti. 

 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík