Fara í efni

Eldgosið í Geldingadölum er vinsæll áfangastaður og ein vinsælasta gönguleiðin í dag.

Mikilvægt er að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað og hér ættir þú að geta fundið allar helstu upplýsingar.

Safetravel birtir reglulega uppfærslur um opnunartíma og aðstæður á safetravel.is.

Nokkrar vinsælar spurningar og svör:

  • Er opið að eldgosinu? - Svæðið er opið og er almennt miðað við að opnunartími sé frá kl. 6.00 til kl. 21.00, þar sem ekkert eftirlit er að hálfu viðbragðsaðila frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Opnunartíminn getur þó verið breytilegur miðað við aðstæður á svæðinu hverju sinni. Vefurinn Safetravel uppfærir upplýsingar um opnun reglulega og hægt er að finna upplýsingarnar efst á síðunni þeirra safetravel.is.
  • Er hægt að fá leiðsögn að eldgosinu? - Nokkrir ferðaþjónustuaðilar eru að bjóða uppá leiðsögn og ferðir. Skoðaðu hvað þau hafa uppá að bjóða hér.
  • Er hægt að leigja hjól? - Ferðaþjónusutuaðilar í Grindavík hafa verið að bjóða uppá hjól, en skoðaðu hvað ferðaþjónustuaðilar hafa uppá að bjóða hér.
  • Hvar er eldgosið og hvar byrjar gönguleiðin? - Eldgosið er í Geldingadölum á Reykjanesi. Hér getur þú fundið kort af svæðinu og gönguleiðinni. Safetravel hefur einnig upplýsingar um gps-hnit yfir leiðirnar.
  • Hvar eru bílastæði fyrir þá sem ætla að ganga að eldstöðinni? - Hægt er að leggja í Grindavík og eins við upphaf gönguleiðar að Geldingadölum. Hér er hægt að finna kort fyrir hvoru tveggja.
  • Hvernig á maður að undirbúa sig varðandi útbúnað og klæðnað? - Gönguleiðin getur verið krefjandi og aðstæður misjafnar. Safetravel hefur tekið saman upplýsingar sem gott er að hafa í huga áður en haldið er af stað og einnig sett saman lista yfir góðan útbúnað.
  • Er hægt að komast á salerni við gosstöðvarnar? - Hægt er að komast á salerni í Íþróttahúsinu í Grindavík. Það er opið alla daga kl. 9-21 nema föstudaginn langa og páskadag.
  • Skiptir máli hvernig veðrið er? - Veður skiptir miklu máli og mikilvægt að kynna sér aðstæður hverju sinni. Safetravel er að setja upp upplýsingar um veður sem uppfærist á klukkutíma fresti.