Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Rútuferðir til og frá Grindavík

Strætóferðir eru eingöngu í boði um helgar!

Nokkar skipulagðar ferðir eru frá Reykjavík og Grindavík að upphafi gönguleiða að Geldingadölum. Ráðlagt er að gestir kynni sér aðstæður daglega, þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. 

Athugið! Eldstöðvarnar eru opnar fyrir aðkomu gesta frá 6:00 - 21:00. Eftir kl. 21 mega rúturnar eingöngu flytja farþega frá gosstöðvunum.


Rútuferðir úr Grindavík að upphafi gönguleiðar að gosstöðvum:

Rútuferðir í formi strætó ganga á u.þ.b. 30 mín fresti í gegnum Grindavík um helgar að upphafsstað gönguleiðarinnar við Geldingadali.

  • Reykjavík Excursions (nánar)

Tímatafla: Rúturnar eru aðeins um helgar, laugardaga og sunnudaga. Keyrt á 30 mín fresti frá kl. 12:30. Eftir klukkan 22:00 hætta rúturnar að ganga.

Verð: 500 kr. fyrir fullorðna, 250 fyrir 6-15 ára og frítt fyrir 5 og yngri. Verðið er fyrir aðra leiðina.


Á meðfylgjandi korti má sjá bæði hvar hægt er að leggja bílum og hvar hægt er að bíða eftir rútu innan bæjarins. 

Stoppistöðvar í Grindavík:

  • við Nettó (Gamla festi) á Víkurbraut
  • við Kvikuna menningarhús á Hafnargötu
  • við Hópið fjölnota íþróttahús á Austurvegi 

Gætt verður að sóttvörnum og grímuskylda er í rútunum. 


Rútuferðir úr Reykjavík að upphafi gönguleiðar að gosstöðvum: 

Kort yfir bílastæði og strætóstopp vegna eldgoss

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík