Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Covid og sóttvarnir

Embætti landlæknis hefur gefið út tilmæli um sóttvarnir vegna COVID-19 við gosstöðvarnar á Reykjanesi.
 
  1. Þeir sem eru í sóttkví mega ekki vera á svæðinu.
  2. Ekki fara á af stað ef minnsti grunur er um sýkingu af völdum COVID-19 (Einkenni: Kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreyta, kviðverkir, niðurgangur o.fl.).
  3. Hafið handspritt meðferðis og grímur (3–4 stk).
  4. Varist hópamyndanir og virðið 2ja metra nándarmörk.
  5. Setjið upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk svo sem við kaðal á gönguleiðinni.
  6. Sprittið hendur til öryggis fyrir og eftir snertingu við kaðal á gönguleiðinni eða snertingu við annan sameiginlegan búnað.

Heimild: Embætti landlæknis 

 

 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík