Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

True Adventure

Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum. Draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum. Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir telja þá fugla. (Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina á flugi) . Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið.

True Adventure

Suðurvíkurvegur 5

GPS punktar N63° 25' 23.891" W19° 0' 33.152"
Sími

6988890

Svífandi sumargleði í Vík

38% afsláttur.

Tandem svifvængjaflug er agljörlega einstök upplifun. Svifið er á milli skýjahnorðranna, hátt yfir stórbrotinni náttúrufegurðar Mýrdalshrepps og nágrenni. Flogið er meðal fuglanna í hljóðlausu uppstreymi vindanna með útsýni yfir suðurstönd landsins og alla leið til jöklanna í norðri. Engar fyrri reynslu er krafist enda er flugkennari ávallt með í för. Nánari upplýsingar um tandem svifvængjaflug má finna á: www.trueadventure.is

Verð nú: 24.900kr.
Fullt áður: 40.000kr.

*Hægt verður að nota ferðagjöf stjórnvalda með þessu tilboði. Tilboðið gildir vefbókanir út september 2020 og gildir ekki með öðrum tilboðum eða af gjafabréfum.

Hafðu samband
Tilboð

True Adventure - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík