Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

DIVE.IS

DIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði.

Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube

Snorkl ferðir

Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda).

Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni.

Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.

Myndband af snorkli í Silfru

Snorkl í Kleifarvatni

Köfunarferðir

Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra.

Köfunarnámskeið

Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is.

Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru.

Fyrir hópa

Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn.

Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa.

Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar.

Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.

DIVE.IS

Hólmaslóð 2

GPS punktar N64° 9' 24.343" W21° 56' 25.447"
Sími

578-6200

Vefsíða www.dive.is/is
Opnunartími Allt árið
Vakinn vottun VAKINN er opinbert gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunar. Smelltu til að lesa meira VAKINN er opinbert gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunar. Smelltu til að lesa meira

Snorkl í Silfru

Njóttu þess að fljóta um í tærasta vatni í heimi og fljóta á milli tveggja heimsálfa! Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu. Þú flýtur um á yfirborðinu í þurrgalla þannig að þú ert þurr og þér er hlýtt. Engin réttindi þarf til að snorkla! Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019!

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

 • Við erum með auka leiðsögumann á Silfru sem aðstoðar bæði þig og aðra leiðsögumenn fyrir og eftir sjálft snorklið. Þessar aukahendur gera allt ferlið þægilegra fyrir þig auk þess að veita leiðsögumanninum öryggi þegar hann er kominn ofan í Silfru.
 • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
 • Eftir snorkl ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
 • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.

Við bjóðum upp á snorkeling ferðir daglega í Silfru, allt árið um kring. Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.

Hafðu samband
Tilboð

Heit og köld snorkl ferð í Silfru með Laugarvatn Fontana

Ef þú ert náttúrusinni þá er þessi ferð fyrir þig! Að kæla sig niður í köldu Silfru og síðan hita sig aftur upp í náttúrulaug Fontana Spa á Laugarvatni.

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

 • Við erum með auka leiðsögumann á Silfru sem aðstoðar bæði þig og aðra leiðsögumenn fyrir og eftir sjálft snorklið. Þessar aukahendur gera allt ferlið þægilegra fyrir þig auk þess að veita leiðsögumanninum öryggi þegar hann er kominn ofan í Silfru.
 • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
 • Eftir snorkl ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
 • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.

Ferðin hefst á Silfru, einum vinsælasta köfunarstað á heimsvísu, sem býður upp á kristal tært vatn og einstaka upplifun. Þar færðu að fljóta á milli tveggja heimsálfa og líkist sú upplifun allra helst hugleiðslu. Þetta er kaldi parturinn, en engar áhyggjur þetta er ekki svo kalt, eða up tæpar 2-3°C. Við útvegum þér allan búnað til þess að passa upp á það að þú verðir þurr og haldir líkamshita, aðeins hendur og andlit mun vera í beinni snertingu við vatnið.

Eftir tæpar 30-40 mín í kaldri Silfru getur þú skoðað þig um á Þingvöllum áður en leið er haldið á Laugarvatn.
Silfra og Fontana eru partur af Gullna hringnum, því er þetta kjörið tækifæri til þess að krydda aðeins upp á klassíska bíltúrinn og gera hann ógleymanlegan!

Hafðu samband
Tilboð

Hópferð í Silfru

Hópferð í snorkeling í Silfru er frábær hugmynd fyrir fjölskyldur, vinnufélaga og vini. Ef þú ert með 11 manna hóp eða fleiri getur þú bókað hérna og fengið sérstakt verð!

Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

 • Við erum með auka leiðsögumann á Silfru sem aðstoðar bæði þig og aðra leiðsögumenn fyrir og eftir sjálft snorklið. Þessar aukahendur gera allt ferlið þægilegra fyrir þig auk þess að veita leiðsögumanninum öryggi þegar hann er kominn ofan í Silfru.
 • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
 • Eftir snorkl ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
 • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.

Þetta sérstaka hópaverð er einungis í boði fyrir þá sem keyra sjálfir og hitta okkur á Silfru á Þingvöllum. Þegar þú kemur að Silfru finnur leiðsögumaðurinn til fyrir þig þurrgalla og snorkl búnað. Leiðsögumaðurinn þinn mun útskýra og aðstoða þig við að klæða þig í þurrgallan og hvernig á að nota búnaðinn. Við notum hágæða þurrgalla frá BEAR sem halda þér þurrum og hlýum á meðan þú flýtur um í köldu vatninu. Eftir ferðina bjóðum við upp á heitt súkkulaði og smákökur til að hita okkur upp eftir ferðina. Við mælum eindregið með að skipuleggja þetta með gullna hringnum!

Hafðu samband
Tilboð

Hverasnorkl í Kleifarvatni

Allir sem kunna að synda geta snorklað (frá 12 ára), ekki er þörf á réttindum eða sérstakri þekkingu. Við snorklum í þurrgalla þannig að við erum öll þurr og okkur er hlýtt.

Yfirleitt eru hverasvæði of heit til þess að snorkla þar en Kleifarvatn er einstakt að því leiti að þar er hægt að snorkla og sjá flottar loftbólur út um allt. Í aðeins hálftíma keyrslu úr bænum er hægt að upplifa eins og að vera á annarri plánetu. Þessi flotti snorkl staður var uppgötvaður frekar nýlega. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.

Til að sjá flottustu loftbólurnar þarf að ganga 800 metra og synda tæpa 50 metra. Við gerum okkur klár alveg við vatnið þar sem sjást hvítir og gulir litir frá hverasvæðinu. Um leið og við syndum að staðnum þá sjáum við og finnum fyrir breytingum í vatninu og loftbólurnar fara að sjá sig. Margir hafa líkt þessari upplifun eins og að snorkla í kampavínsglasi!

Hafðu samband
Tilboð

Köfun í Silfru

Kafaðu á einstökum köfunarstað á heimsmælikvarða með óviðjafnanlegu skyggni. Silfra er gjá milli Norður Ameríku og Evraísuflekanna og á ákveðnum stöðum er hægt að snerta báða flekana, í raun á milli heimsálfa. Tæra vatnið í Silfru hefur síast í gegnum neðanjarðar hraun í áratugi sem veldur því að skyggni er allt að 100m. Landslagið undir yfirborðinu er ólíkt neinu öðru á jörðinni.

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

 • Við erum með auka leiðsögumann á Silfru sem aðstoðar bæði þig og aðra leiðsögumenn fyrir og eftir sjálfa köfunina. Þessar aukahendur gera allt ferlið þægilegra fyrir þig auk þess að veita leiðsögumanninum öryggi þegar hann er kominn ofan í Silfru.
 • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
 • Eftir ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
 • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.

Allir kafarar verða að hafa þurrbúningaréttindi eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor).

Vatnið í Silfru er svo einstakt því það tekur vatnið 30-100 ár að renna frá Langjökli í gjánna, sem gerir það að verkum að vantið er einstaklega hreint og tært. Prófaðu að drekka það!

Eftir köfunina göngum við um 250 metra á göngustíg tilbaka með köfunarbúnaðinn okkar og hitum síðan hendur og lund með heitu kakói og smákökum. Ekki hika við að biðja leiðsögumanninn um aðstoð með búnaðinn þinn á göngunni tilbaka!

Þessi ferð inniheldur eina köfun í Silfru sem tekur um það bil 30-40 mínútur og við köfum að hámarki á 18 metra dýpi.

Hafðu samband
Tilboð

Víkinga pakkinn

Langar þig að kafa í Silfru í sumar? Hér er allt á einum stað!

Við höfum sett saman æðislegan pakka sem inniheldur tvö köfunarréttindi og köfun í hinni vinsælu Silfru á aðeins 4 dögum! Pakkinn inniheldur PADI Open Water köfunarnámskeiðið og PADI Dry suit (þurrbúninga) námskeiðið og þannig slærðu tvær flugur í einu höggi! Við endum svo þetta frábæra þriggja daga námskeið með köfunarferð í Silfru eins og alvöru Víkingar á fjórða degi.

Að námskeiðinu loknu munu þeir nemendur sem hafa klárað bóklega og verklega hlutann af námskeiðinu verða vottaðir sem PADI Open Water kafarar með PADI Dry Suit réttindi og geta kafað niður á 18 metra dýpi með köfunarfélaga án leiðbeinanda eða kennara hvar sem er í heiminum. Bæði köfunarskírteinin gilda til lífstíðar og eru alþjóðlega viðurkennd með ISO stuðli.

Til þess að geta tekið þátt í sundlauginni þurfi allir þátttakendur að hafa lokið Elearning á PADI heimasíðunni. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu. Þegar að nemendur mæta í sundlaugina mun leiðbeinandinn renna yfir bóklega hlutann lauslega áður en við skellum okkur í laugina. Þar munum við gera svokallaðar Confined Water Dives og eru þær fimm talsins. Einnig mun leiðbeinandinn biðja þig um að synda 200 metra og fljóta í 10 mínútur. Þessi dagur tekur um 4-5 klukkustundir.

Því næst eru skipulagðar samtals fimm kafanir, fjórar til að klára Open Water námskeiði og svo ein í kjölfarið til að klára Dry suit réttindin. Þar gerum við sömu æfingar og í sundlauginni nema nú er það á köfunarstað í kring um höfuðborgarsvæðið. Leiðbeinandinn mun meta aðstæður að hverju sinni og velja stað sem er öruggastur og bestur fyrir kennslu.

Við endum svo þessa frábæru helgi með köfunarferð í Silfru.

Hafðu samband
Tilboð

DIVE.IS - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Season Tours
Ferðaskrifstofur
 • Fífuhjalli 19
 • 200 Kópavogur
 • 8634592, 820-7746
Guðmundur Jónasson ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Vesturvör 34
 • 200 Kópavogur
 • 5205200
This is Iceland
Ferðaskrifstofur
 • Hvaleyrarbraut 24
 • 220 Hafnarfjörður
 • 8985689

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík