Flýtilyklar
Bláa lónið
Bláa Lónið var stofnað árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins.
National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.
Svartsengi
Bláa lónið - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hótel
Northern Light Inn
Sundlaugar
Sundlaugin Vogum
Sundlaugar
Sundlaugin Njarðvík
Gestastofur
The Bioeffect Tour
Sundlaugar
Vatnaveröld
Hjólaleigur
Fjórhjólaævintýri
Hótel
Eldey Airport Hotel
Verslun
Urta Islandica
Dagsferðir
GeoCamp Iceland ehf.
Sundlaugar
Sundlaugin Grindavík
Aðrir
- Grænásbraut 1221
- 260 Reykjanesbær
- 762-6201
- Hópsheiði 16
- 240 Grindavík
- 848-0143
- Eikardalur 3
- 260 Reykjanesbær
- 864-8128
- Smáratún 23
- 260 Reykjanesbær
- 690-2211
- Hólagata 35
- 260 Reykjanesbær
- 699-4613
- Hvammsdalur 8
- 190 Vogar
- 897-2108, 553-7000
- Holtsgata 52
- 260 Reykjanesbær
- 857-0646
- Framnesvegur 19c
- 230 Reykjanesbær
- 537-2018
- Minna Knarrarnes
- 190 Vogar
- 897-6424 , 852-0285
- Kálfatjörn
- 190 Vogar
- 424-6529
- Hafnargata 27a
- 230 Reykjanesbær
- 897-3443
- Borgarhraun 1
- 240 Grindavík
- 820-5750
- Húsatóftum
- 240 Grindavík
- 426-8720
- Fitjabakki 1d
- 260 Reykjanesbær
- 420-1212, 520-1212
- Flugvallarbraut 752
- 235 Reykjanesbær
- 490-6006
- Hafnargata 39
- 230 Reykjanesbær
- 841-1448
- Hringbraut 93
- 230 Reykjanesbær
- 690 3448
- Hlíðarvegur 52
- 260 Reykjanesbær
- 898-5142
- Guðnýjarbraut 21
- 260 Reykjanesbær
- 895-6364
- Stekkjargötu 79
- 260 Reykjanesbær
- 892-0501
- Skógarbraut 1105
- 260 Reykjanesbær
- 848-1186, 421-2219
Náttúra
Arnarsetur
Arnarsetur einkennist af stuttri gossprungu sem samanstendur af gjall- og klepragígum. Sprungan myndaðist á seinni hluta rek- og goshrinunnar Reykjaneselda á árabilinu 1210 til 1240 og er um tveggja kílómetra löng. Hraunið frá henni þekur um 20 ferkílómetra svæði, er stórskorið og í því leynast hraunhellar og ýmis ummerki um mannvistir. Svæðið dregur nafn sitt af arnarpari sem verpti þar áður fyrr.
Arnarsetur er rétt austan vegarins til Grindavíkur (43) suður af Vogastapa. Hægt er að keyra að því frá Grindavíkurvegi, um miðja leið frá Reykjanesbraut til Grindavíkur.
Saga og menning
Kvikan, menningar- og auðlindahús
Í Kviku eru tvær glæsilegar sýningar, Jarðorka og Saltfisksetur Íslands.
Sýningunni JARÐORKU er ætlað að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta.
Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því að landið er ungt og enn í mótun. JARÐORKU er ætlað að varpa nokkru ljósi á þessa þætti um leið og hún skýrir fyrir gestum hvernig orkan í iðrum jarðar er beisluð til að hita upp þúsundir heimila á Suðurnesjum og sjá íbúum þeirra fyrir fersku drykkjarvatni og nokkurri raforku að auki.
Á sýningunni eru 18 fræðslukassar með eftirfarandi þema:
1 Land í mótun
2 Sjór og eldur takast á
3 Ísland verður til
4 Jörðinni má líkja við egg
5 Plötumörk á jarðskorpunni
6 Jarðskjálftalíkan
7 Virka eldgosabeltið
8 Jarðskjálftar á Íslandi
9 Eldgos eru tíð á Reykjanesi
10 Sprungugos eru algengust á Íslandi
11 Aldur jarðar
12 Jökull yfir Skandinavíu
13 Ísland var suðræn paradís...
14 Rannsóknir og vísindi
15 Orka sótt í iður jarðar
16 Borað eftir heitu vatni
17 Orkuverið í Svartsengi
18 Bláa lónið
Sýningin er sett upp í samstarfi við HS Orku.
Saga saltfiskverkunar á Íslandi þar sem fléttast inn í saga sjómennsku, þróun skipa, veiða og vinnslu, frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa dags.
Sýningin Saltfisksetrið er ljóslifandi saga sjómennsku. Hún er mjög forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við
saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í Grindavík.
Sýningin Saltfisksetrið var opnuð árið 2002. Saga salfisksins er sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og lýsandi munum. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tímaröð. Möl er á gólfi og leikmyndir af húsum frá ýmsum tímabilum sem skapa sérstaka og eftirminnilega upplifun.
Ekkert var sparað til að gera sýninguna sem glæsilegasta enda hefur hún vakið mikla athygli. Grindavíkurbær var leiðandi aðili við byggingu setursins í samstarfi við stofnendur þess og aðra styrktaraðila í bænum.
Björn G. Björnsson sýningarhönnuður sá um hönnun og uppsetningu beggja sýninganna í Kvikunni.
Hitt og þetta
Fjölskyldudagurinn í Vogum
Fjölskyldudagurinn í Vogum verður haldinn helgina um miðjan ágúst. Fjölbreytt dagskrá er í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Áhersla er lögð á virka þátttöku bæjarbúa þar sem fjölskyldan er höfð í fyrirrúmi. Boðið er upp á skemmtilega heimatilbúna dagskrárliði eins og sápufótbolta, dorgveiðikeppni, kassabílarallý, en einnig leiktæki, sölutjöld og skemmtileg atriði á hátíðarsviði. Eru gestir sérstaklega velkomnir til að gleðjast með heimamönnum. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að fá á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is
Náttúra
Stapafell
Hitt og þetta
Northern light inn
Um aðstöðuna
Lýsing |
Lokaður fundasalur sem er hægt að stækka í veitingastaðinn Max. Bjartur salur með gluggum á suðurhlið, gardínur með myrkrunar og screen vörn, lýsing með dimmer, parketgólf. |
Stærð rýmis |
95 m² Hæð: 2,4 m. Lengd:10,5 m. Breidd: 9 m. |
Svið |
Nei |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Sitjandi: 136 manns Standandi: 150-160 manns |
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
Fer eftir stærð fundar
|
Tegund Skjávarpa |
Sony |
Stærð sýningartjalds |
vantar stærð |
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Ekki til staðar
|
Tölva |
Lenovo |
Þráðlaust internet |
Já |
Saga og menning
Tyrkjaránið
Árið 1627 réðust algírskir sjóræningjari inn í Ísland. Þeir námu fyrst land í Vestamannaeyjum, síðan lá leið þeirra til Grindavíkur þar sem þeir lönduðu 20.júní. Algírskir sjóræningjar voru þekktir sem "Tyrkir" á Íslandi þar sem Alsír var hluti af hinu gríðastóra Ottoman-veldinu. Þeir handsömuðu bæði íslendinga og dani og seldu þá í þrældóm í N-Afríku. Enginn var drepinn í árásinni á Grindavík en 2 slösuðust. Sumir af föngunum voru seinna frelsaðir og sneru aftur heim til Íslands.
Ein af þeim, Guðríður Símonardóttir, giftist séra Hallgrími Péturssyni, höfundar Passíusálmanna.
Hitt og þetta
Jónsmessuganga á Þorbjörn
Saga og menning
Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja er í Keflavíkurprestakalli í Kjalarnesprófstsdæmi. Hún er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og byggð árið 1914 eins og sjá má framan á kirkjuturni. Hins vegar var kirkjan vígð 1915, hinn 14. febrúar. Staður var kirkjunni valinn í samráði við arkitektinn haustið 1913. Kirkja hafði ekki staðið áður á þessum stað.
Um aldamótin hafði að vísu verið langt komið byggingu kirkju, sem Guðmundur Jakobsson hafði teiknað og smíðað en sú kirkja, sem þá var að heita má fullgerð, skemmdist í óveðri í nóv. 1902 og var smíði hennar þá hætt. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson og sýnir Jesúm flytja Fjallræðuna; hefur hún verið í kirkjunni allt frá upphafi. Steindir gluggar eftir Benedikt Gunnarsson, myndlistarmann, voru settir í glugga kórs og framkirkju árið 1976.
Keflavíkurkirkja er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00-12:00 & 13-15. Opið á föstudögum frá kl.10:00 - 12:00.
Heimasíða: www.keflavikurkirkja.is
Sími: 420 4300
Saga og menning
Uppspretta
Vatnstankur í Vatnsholti.
Sumarið 2013 var gömlum vatnstanki í eigu bæjarins breytt í útilistaverk með aðstoð listhóps að nafni Toyistar. Toyistasamtökin eru alþjóðlegur listhópur 28 félaga með varnarþing í Hollandi en þrír listamannanna voru íslenskir og bjuggu í Reykjanesbæ. Hópurinn vinnur við að endurbæta gömul mannvirki og breyta þeim í listaverk og hefur unnið við svipuð verkefni víða. Nauðsynlegt var að gera ráðstafanir vegna tanksins hvort eð var, þar sem hann er staðsettur á útivistasvæði í bænum og var orðinn til mikillar óprýði. Þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi, umhverfinu unnið gagn um leið og búinn var til einstakur listgripur með alþjóðlega tilvísun. Tankurinnvar afhjúpaður á Ljósanótt 2013 og er algjörlega einstakt verk í íslenskum veruleika en um leið hluti af alþjóðlegri keðju umhverfislistaverka.
Saga og menning
Kirkjan í Innri-Njarðvík
Náttúra
Tjarnir á Vatnsleysuströnd
Hluti af Þráinsskjaldarhrauni sem flæddi fyrir 10,000 árum.
Hraun sem hleypur í gegnum sig mikið vatn sem er uppistaða mikils hluta fersk vatna í landinu.
Tjarnirnar heita
Síkistjörn, Vogatjörn, Búðatjörn (Mýrarhústjörn), Gráhella, tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn (Hallandatjörn), Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Þórustaðatjörn (Landakotstjörn), Kálfatjörn og eru flestar á náttúruminjaskrá.
Saga og menning
Skessan í hellinum
Skessan flutti úr fjallinu sínu til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.
Skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur sem skrifað hefur 16 sögur um Siggu og skessuna í fjallinu en sú nýjasta fjallar einmitt um flutninginn til Suðurnesja.
Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu.
Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.
Opnunartími: Alla daga frá kl. 10:00 -17:00 (nema ef veður hamlar opnun yfir vetrartímann t.d. vegna ófærðar að helli).
Frekari upplýsingar eru veittar í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3245. Einnig er hægt að senda póst á netfangið duushus@reykjanesbaer.is.
Hægt er að senda skessunni bréf á netfangið skessan@reykjanesbaer.is.
Nánar um Skessuna á www.skessan.is
Náttúra
Háleyjabunga
Háleyjarbunga er lítil og flöt hraundyngja sem myndaðist eftir flæðigos. Dyngjan er með stórum toppgýg, 20-25 m djúpur.
Háleyjarbunga er um 9.000 ára gömul eða eldri, og úr frumstæðri basalttegund úr möttli sem nefnist pikrít. Grænir ólivínkristallar eru áberandi.
Staðsetning: Nálægt Reykjanesvita á Reykjanestá. Merkt gönguleið liggur að Háleyjarbungu frá Gunnuhver.
Háleyjarbunga er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.
Náttúra
Patterson
Bandaríkjamenn byggðu árið 1942 og var lokað þremur árum síðar.
Hann var aðalega notaður til að sinna orrustuflugvélum hersins sem sinntu loftvörnum á suðvesturlandinu. Við flugvöllinn má finna gömul sjávarsetlög síðan fyrir 20.000-22.000 árum.
Staðsetning: Hafnavegur 44 að girðingu Patterson. Frá gömlum skotfærabirgjum er gengið norður.
Náttúra
Brimketill
Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík.
Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið.
Hafið hefur mikil áhrif á landmótun á Reykjanesi. Með því að fylgjast með brimi skella á klettunum í nágrenni Brimketils má sjá þann kraft sem býr í Norður-Atlantshafinu. Aldan vinnur á föstu berginu með því að þrýsta þétt saman lofti í rifum og sprungum. Við útsogið dregur sjórinn loftið með sér. Þá verður til undirþrýstingur. Þessi ferill brýtur bergið smám saman. Við bætist svo rof vegna bergbrota sem aldan skellir á sjávarkletta og laust grjót, og auk þess frostveðrun þegar vatn í glufum þenst út við að harðna, og jafnvel sandblástur.
Hraunið umhverfis Brimketil er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum og yfirborði. Líklega hefur það runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240.
Þjóðsaga ein segir frá nátttröllinu Oddnýju sem bjó í Háleyjabungu, rétt vestan við Brimketil, ásamt Hróari manni sínum og syni þeirra Sölva. Eina nóttina fór hún út að Ræningjaskeri rétt austan við Brimketil til að ná í hvalhræ sem hafði rekið að landi. Í bakaleiðinni hvíldi hún sig og baðaði í Brimkatli. Þegar hún hélt loks heim á leið komst hún ekki langt þar sem sólin kom upp um það leyti. Varð hún því að steini og sást þarna lengi sem hár bergdrangur, allt þar til sjórinn braut hann smám saman niður. Brimketill hefur því einnig verið nefndur Oddnýjarlaug í höfuð á nátttröllinu.
Öryggisupplýsingar!
- Ekkert eftirlit er á svæðinu.
- Gestir eru a eigin ábyrgð.
- Öldurnar geta verið ófyrirsjánlegar og óvæntar.
- Sjávarstraumar eru einstaklega sterkir.
- Sterkar vindhviður geta verið hættulegar og ófyrirsjáanlegar.
- Ef þú ert á ferð með börn, skildu þau aldrei við þig.
- Lífshættulegt getur verið að fara í sjóinn.
Ferðastu um Ísland á öruggan máta. SafeTravel.is
Hitt og þetta
Sólsetrið
Hótel Keflavík
Um aðstöðuna
Lýsing |
Fundarsalur Hátt til lofts, vel lýst með stórum gluggum sem auðvelt er að draga fyrir. Parketgólf. |
Stærð rýmis |
40 m²
|
Svið |
Nei |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Bíó uppröðun: 60 manns U-laga uppröðun: 25 manns Fundarborð: 25 manns Veisla: 45-55 |
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
BOSE |
Tegund Skjávarpa |
Sony |
Stærð sýningartjalds |
180 x 250 |
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
Imac og Ipad |
Þráðlaust internet |
Já |
Náttúra
Ósar
Vík við Hafnir sem varð til vegna landsig.
Ósar er þekkt náttúruverndarsvæði þar sem er fjölskrúðugt lífríki fjörunnar og mikið fuglalíf.
Náttúra
Snorrastaðatjarnir/Háibjalli
Vinsælt útivistarsvæði sem og tjarnir þar sem er kjörið að skoða fugla.
Nálægt þessi svæði er Háibjalli 10 m hár klettur. Eru báðir á náttúruminjaskrá.
Staðsetning: Vegur 43 rétt hjá Seltjörn og Sólbrekkuskógi.
Saga og menning
Landnámssaga
Fyrstu íslensku landnámsmennirnir, sem komu til landsins í kringum 874, voru aðallega af norrænum uppruna, að mestu af vesturströnd Noregs. Á Íslandi þá gátu þeir stundað landbúnað og ræktað jörðina á sama hátt og þeir höfðu í fyrri heimkynnum sínum, alið búfénað og hlúið að uppskerunni. Það voru ríkar fiskveiðilendur rétt utan við landsteinana og hafið sá einnig fyrir öðrum þýðingamiklum hlutum eins og rekavið, rostungum, fuglum og hvölum.
Ingólfur Arnarsson, fyrsti landnámsmaðurinn, eignaði sér landið vestan við Ölfusá, sem í dag er kallað Reykjanesskagi. Síðan ráðstafaði hann landi til fimm manna og einnar konu. Steinunn gamla var ættingi Ingólfs: hann gaf henni norðurpart skagans, sem hún endurgalt honum með prjónaðri yfirhöfn.
Hún gaf Eyvindi, nánum ættingja sínum landið sem nú er kallað Vogar. Ingólfur gaf tveimur öðrum ættingjum sínum landsvæði, Herjólfi Bárðasyni gaf hann landið frá Höfnum til odda Reykjaness og til Ásbjarnar Össurarsonar gaf hann landsvæðið milli síns eigin lands og Eyvindar.
Moldar-Gnúpur settist að í Grindavík og Þórir haustmyrkvi settist að austan við Grindavík.
Saga og menning
Hópsnes
Tanginn sem þú stendur á nefnist Hópsnes að vestanverðu en Þórkötlustaðanes að austanverðu. Nesið er tveggja kílómetra langt og eins kílómetra breitt. Það myndaðist fyrir um 2800 árum þegar hraun rann til sjávar.
Hópsnes/Þórkötlustaðanes myndaðist í gosi úr gígaröð sem kennd er við fellið Sundhnúk og er skammt norðan við byggðina í Grindavík. Hafnarskilyrði í Grindavík eru góð vegna þessa hraunrennslis og lóns (Hópsins) sem varð til við nesið þegar sjór tók að brjóta hraunið og flytja til laust efni. Ef nessins nyti ekki við er erfitt að sjá fyrir sér byggð í Grindavík. Það er því svo að eitt sex byggðalaga á Reykjanesskaga á tilvist sína að þakka gossprungu í eldstöðvakerfi sem enn er virkt. Jarðeldur getur komið upp á þessum slóðum hvenær sem er.
Grindavík hefur frá fyrstu tíð verið ein helsta verstöð á Íslandi. Sundhnúkur, þaðan sem hraunið rann er myndaði nesið, hefur leiðarmerki fyrir siglingar inn sundið inn á höfnina. Þegar farið er um nesið má víða sjá flök skipa sem strandað hafa þar og í nágrenninu á 20. öld. Við mörg flakanna eru upplýsingaskilti.
Fyrri hluti 20. aldar var blómatími byggðar og útgerðar á nesinu. Þá gerðu margir árabátar og síðar vélbátar út frá Þórkötlustaðanesi. Víða má sjá minjar um byggðina sem nú er horfin, s.s. innsiglingarvörður, fiskbyrgi, íshús, fiskhús, lifrarbræðslu og salthús. Útgerð fluttist á þann stað þar sem nú er Grindavíkurhöfn árið 1939. Þá gróf hópur atorkusamra Grindvíkinga í sundur rifið sem hindraði bátgegnd inn í Hópið. Hópsnesviti var byggður árið 1928.
Í dag er nesið er vinsælt til útivistar og liggur um það göngu- og hjólaleið.
Saga og menning
Húshólmi
Bæjarrústir og túngarðar að hálfu undir Ögmundarhrauni.
Húshólmi er neðanlega í hrauninu nálægt Hælsvík.
Bæjarrústirnar eru mjög fornar og auðvelt er að ganga að þessum rústum. Sérfræðingar eru sammála um að hér séu elstu minjar sem hafa fundist um landnám á Íslandi, taldnar vera eldri en 871.
Svæðið er vinsælt útivistarsvæði. Í kringum það liggur bílfær vegur sem gaman er að ganga eða hjóla. Þá er hann einnig mikið nýttur af hestamönnum.
Hitt og þetta
Sjóarinn síkáti
Hitt og þetta
Stapi
Hljómahöll
Um aðstöðuna
Lýsing |
Hið sögufræga félagsheimili Stapi er stærsti salur Hljómahallar. Þá er salurinn framlengdur með því að opna yfir í Merkines-salinn. |
Stærð rýmis |
350 m² |
Svið |
Já 12 m breidd x 9 m dýpt |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Leikhúsuppröðun: 400 Veisla: 450 Standandi: 900
|
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
JBL
|
Tegund Skjávarpa |
Hitachi 6000 lumens baklýstur |
Stærð sýningartjalds |
6m x 5m
|
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
|
Þráðlaust internet |
Já |
Náttúra
Skálafell
Jarðskjálftasprungur á fleti með hraunlögum yfir 8000 ára.
Skálafell er byggt uppá nokkrum gosum á mjóu sprungukerfi.Efst er klepragígur af eldborgargerð og kringum hann eru jarðföll suður meðfram gígnum en þar er hægt að finna smáhella.
Hentugast er að ganga á Skálafell frá bílastæði við Gunnuhver.
Hitt og þetta
Andrews leikhúsið
Ásbrú - Keflavík
Fyrirlestarsalur (leikhúsið)
Um aðstöðuna
Lýsing |
Fyrirlestrarsalur sem er raðað upp í leikhúsröð. |
Stærð rýmis |
922 m² |
Svið |
Já 100 m² |
Gott anddyri |
Já, miðasölu bás og sölubás. Steingólf og Stórir gluggar. Salernisaðstaða |
Fjöldi gesta |
Sitjandi: 500 manns
|
Starfsfólk á staðnum |
|
Saga og menning
Staður
Hitt og þetta
Merkines
Hljómahöll
Um aðstöðuna
Lýsing |
Salurinn heitir eftir fæðingarstað Ellý og Vilhjálmi Vilhjálms í Höfnum. Hentar vel fyrir fundi og ráðstefnur. Hægt er að tengja við Stapa. |
Stærð rýmis |
15 m x 11m |
Svið |
Möguleiki á færanlegu sviði í stærðinni frá 1m x 2m til 5m x 2m |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Veisla: 120 Standandi: 180
|
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
Lofthátalarar Mögulegt að færa JBL Ion í salinn
|
Tegund Skjávarpa |
Nec Lm 4000 |
Stærð sýningartjalds |
4m x 3m
|
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
|
Þráðlaust internet |
Já |
Hápunktar
Básendar
Fornt úræði og verslunarstaður sunnan við Stafnes.
Einnig kallað Bátssandar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes. Básendar eyðilögðust mikið í ofsalegu sjávarflóði, aðfararnótt 9. janúar 1799. Flóðið hreif flest hús með sér, stór og smá. Fólk varð að flýja og sumt varð svo naumt fyrir að það varð að skríða upp um þekjuna til að komast út. Vitað er að ein kona drukknaði. Þetta var eitt mesta sjávarflóð sem um getur við strendur Íslands.
Hvernig á að komast þangað: Vegur liggur frá Sandgerði að Stafnesi og þar er merkt bílastæði. Gengið er frá bílastæðinu þangað til að sjást tóftir staðarins og gamall grjótgarður.
Saga og menning
Vatnsleysuströnd
Byggðin á Vatnsleysustönd er eingöngu á örmjórri ræmu við ströndina að mestu í hverfum sem mynduðust við bestu lendingarnar.
Hitt og þetta
Ljósanótt
Menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt, verður haldin fyrstu helgina í september. Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum með lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Tónlistin leikur stórt hlutverk á Ljósanótt í rokkbænum Reykjanesbæ og má þar nefna ljósalagið og fjölbreytta tónleika. Fjöldi myndlistarmanna sýna verk sín víðs vegar um bæinn auk þess sem gallerý og vinnustofur listamanna verða opnar. Einnig má nefna götuleikhús, fjölbreytta barnadagskrá, kjötsúpu, púttmót, fornbíla, smábíla, fjölbreytta íþrótta- og tómsstundaviðburði og svo margt fleira. Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga. Sjá nánar á www.ljosanott.is
Saga og menning
Kálfatjörn
Náttúra
Drykkjarsteinn
Steinn með þremur holum í laginu eins og skálar.
Langþráður áfangastaður ferðamanna sem voru að fara annað hvort til Grindavíkur eða Vogastapa en Drykkjarsteinn er staðsettur þar sem tveir vegir mætast. Nokkrar holur eru í steininum sem safna vatni það hefur reynst ferðalöngum vel að stoppa og svala þorstanum. Sagt er að vatnið sé vígt og sé allra meinabót.
Staðsetning: Rétt fyrir ofan veg 427
Náttúra
Ögmundarhraun
Hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi ( Vesturháls).
Vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun er þó af öðrum toga spunnið, það nær vestur undir Ísólfsskála. Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg. Sunnan til í hrauninu er 2 hólmar sem standa upp úr og er annar nefndur Óbrynnishólmi en hinn, sá austari Húshólmi. Í þeim síðar nefnda eru bæjarrústir sem taldar eru vera með þeim elstu á landinu eða frá landnámi og mótar vel fyrir þeim eins og sést á loftmyndinni hér. Er talið að hér séu rústir af elstu kirkju á Íslandi.
Náttúra
Útilegumannabyggð við Eldvörp
Minjar af skjóli úr steinum og steyptum veggjum fannst nálægt Eldvörpum við gamla gönguleið.
Hellir hjá Eldvörpum fannst þegar Hitaveita Suðurnesja var að bora þar. Stærð hellisins er 30 m langur og 6-8 m breiður. Hæð er um 1,5 metri. Seinna fundust fyrir vestan Eldvörp tvær tóftir.
Staðsetning: Nálægð við Eldvörp, gengið frá vegi 425.
Náttúra
Méltunnuklif
Athyglisverð jarðlög, móberg og jökulrákir.
Einkenni sem gefa góðar vísbendingar að yfir svæðið hafi jöklar gengið yfir.
Hér er saga þar sem Méltunnuklif kemur fyrir:
Presturinn á Stað í Grindavík sendi tvo karla austur á Eyrarbakka að kaupa bakstur því hann var ekki til í Keflavík.
Baksturinn átti að bera í tilslegnum íátum sem kallaðir voru stampar. Þeir báru sitt hvorn stampinn en var annar þeirra óheppin og brotnaði í Mjöltunnuklifi. Í stað þess settu þeir brauð í poka. Seinna fór karlinn sem ekki braut stampinn til altaris.
Þegar presturinn var að tóna innsetningarorðin og sagði:
"Tók hann brauðið, gjörði þakkir og braut það - ," þá kallaði karlinn upp:
"Lýgurðu það. Stampinn braut hann, en brauðið ekki."
JÓN ÁRNASON V 351
Staðsetning: Stutt ganga fyrir ofan veg 427
Náttúra
Fagradalsfjall
Hæsta fjall á Reykjanesskaga eða um 385(m.y.s).
Það liggur aflangt frá austri til vesturs og er í raun lítil háslétta, með nokkrum hnjúkum, einkum að vestanverðu, móbergsstapi. Fjallið hefur orðið til við gos undir jökli á síðustu ísöld sem stóð yfir í 100.000 ár.
Á Fagradalsfjalli fórst í flugslysi í síðari heimsstyrjöldinni, Frank M. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum. Voru þeir að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli, en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt. Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring.
Staðsetning: Í Reykjanesfjallgarðinum á miðjum Reykjanesskaga í NA af Grindavík.
Frank Maxwell Andrews
Náttúra
Gálgaklettar við Hagafell
Klettar undir háum sléttum klettavegg norðan Hagafells.
Hægt er að finna Gálgakletta um allt land. Þessir eru nálægt Grindavík norðan Hagafells. Sagan segir að nokkrir þjófara voru hengdir þar.
Staðsetning: beygt frá vegi 43
Saga og menning
Kirkjan í Ytri-Njarðvík
Ytri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurpresta-kalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin.
Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hún er 400 fermetrar að grunnfleti og undir henni er 108 fermetra kjallari. Kirkjuskip rúmar 230 manns í sæti en safnaðarsalur, sem opnanlegur er inn í kirkjuskipið, rúmar 100 manns.
Lengi var barist fyrir því að kirkja risi í Ytri-Njarðvík. Þórlaug Magnúsdóttir í Höskuldarkoti stofnaði sjóð árið 1948 til byggingar kirkjunnar. Fyrstu skóflustunguna tók Guðlaug Stefánsdóttir í Þórukoti 13. september 1969.
Sími: 421 5013
Náttúra
Seltjörn
Tjörn þar sem liggja góðir göngustígar, tilvalin staður fyrir lautarferðir og grill. Við hliðinná er lítill skógur sem heitir Sólbrekkuskógur með áhugaverðum formum steina hér og þar. Einnig mögulegt að veiða þar.
Náttúra
Ströndin vestan Grindavíkur
Svæði með fjölskrúðugu fuglalífi og gróðurfari.
Er á náttúruminjaskrá og meðfram sjávartjörnum er hraunkantur og djúpar vatnfylltar gjár.
Náttúra
Festarfjall
Eldfjall um 190 metra hátt.
Meðfram því er bergveggur en sagan segir að það sé festi tröllskessu.
Staðsetning: Fyrir neðan Suðurstrandaveg 427 fyrir ofan Hraunsvík.
Náttúra
Hrafnagjá
Hrafnagjá er siggengi á togsprungu. Siggengið er um 12 km langt og allt að 30 m hátt. Það er lengsta brotalínan af þeirri gerð á Reykjanesskaga og sést af Reykjanesbraut. Hrafnagjáin er hluti dæmigerðs sigdals skammt frá Vogum.
Staðsetning: Sprungan nær frá Stóru-Vatnsleysu suðvestur á móts við Vogastapa, en er ekki þó alveg samfelld. Þar sem gjáin er dýpst á móts við Voga. Hægt er að skoða gjána við veginn hjá Stóru-Vatnsleysu og ef gengið er frá bílastæði sem er við mislægu gatnamótin til Voga.
Hrafnagjá er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.
Saga og menning
Junkaragerði
Saga og menning
Náttúra
Vogastapi
Hét á landnámsöld Kvíkuvogsbjarg en seinna nefndur Vogastapi, stundum aðeins Stapi, einkum af heimamönnum. Grágrýtishæð (80 m.y.s.) milli Vogavíkur og Njarðvíkur, þverhníptur að framan en með aflíðandi halla inn til landsins. Stapinn er gróðurlítill og víða mjög blásinn. Sunnan í honum liggur Reykjanesbraut. Af Grímshóli, hæst á stapanum er mikil og góð útsýn og einnig útsýnisskífa sem Ferðafélag Keflavíkur lét reisa. Grímshóls er getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Á Vogastapa hefur þótt reimt allt fram á þennan dag enda hafa margir villst þar fyrr á árum í hríðarveðri og náttmyrkri og ýmist hrapað fram af Stapanum eða orðið úti. Áður fyrr vildu menn yfirleitt ekki fara yfir Stapann að næturlagi, væru þeir einir á ferð. Á seinni áratugum hafa sumir vegfarendur, sem leið hafa átt um Stapann þóst sjá þar mann á ferli með höfuð undir hendinni þannig á sig kominn átti hann það til að setjast inn bíla ef menn voru einir á ferð.
Hitt og þetta
Kennslustofa
Keilir - Ásbrú - Keflavík
Um aðstöðuna
Lýsing |
Kennslustofa, dúkalögð með hvítum veggjum og ljóst kerfisloft. Nýtt og glæsilegt loftræstikerfi sem tekið var í gagnið á haustmánuðum 2014. |
Stærð rýmis |
275 m² Lofthæð: 3m
|
Svið |
Nei |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
140 sæti |
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
Cloud Cx-A4/Cloud CX163 |
Tegund Skjávarpa |
Sony |
Stærð sýningartjalds |
Tvö tjöld 3,0 breidd - fremst í salnum 2,0 breidd - fyrir þá sem sitja mjög aftarlega |
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
Lenovo Borðtölva |
Þráðlaust internet |
Já |
Hitt og þetta
Brúin
Ráin
Um aðstöðuna
Lýsing |
Stór veislusalur, rýmið er opið og bjart |
Stærð rýmis |
Lofthæð 3 metrar |
Svið |
Já |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Sitjandi: 250 manns Standandi: 500 manns |
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
Gott hljóðkerfi
|
Tegund Skjávarpa |
Nec |
Stærð sýningartjalds |
10 m²
|
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
HP |
Þráðlaust internet |
Já |
Náttúra
Karlinn
Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn um áranna rás. Karlinn er vinsæll meðal ferðamanna og ljósmyndara enda er hann mikilfenglegur og sérstaklega þegar aldan skellur á með miklum ofsa.
Náttúra
Sundhnúksröðin
Gígaröð sem varð til fyrir um 2.350 árum.
Í því gosi varð náttúrulega höfnin í Grindavík til.
Sundahnúkur var einkenni Grindavíkurbæjar í fyrri tíð.
Náttúra
Hrólfsvík
Fundarstaður hnyðlinga.
Í gosum hefur kvikan tekið með sér aðskotasteina sem kallast Hnyðlingar. Þeir eru bæði rúnaðir og kanntaðir en ein tegundin er úr gabbró.
Staðsetning: Rétt hjá Grindavík, stutt ganga frá vegi 427
Náttúra
Þorbjörn
Stakt móbergsfell (243 m.y.s) fyrir ofan og norðan við Grindavík.
Af því er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðaustan í fellinu er mikil jarðhitamyndun og norður og norðaustur af því er allvíðáttumikið jarðhitasvæði. Fjallið er með mikinn sigdal á toppnum. Þorbjörn er myndaður á síðasta kuldaskeiði ísaldar, eins og flest önnur jföll á Reykjanesi.
Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.
Í heimsstyrjöldinni síðari hafði setuliðið bækistöð/varðstöð í sigdalnum og lögðu veg upp á fjallið. Sjást vel ummerki um byggingar setuliðsins frá þessum tíma.
Auðvelt er að ganga á Þorbjörninn bæði að norðanverðu upp eftir misgenginu og að austanverðu þar sem gamli bílvegurinn liggur. Undir norðurhlíðum fjallsins hafa Grindvíkingar ræktað skóg og er svæðið tilvalið til útivistar.
Náttúra
Gálgar á Stafnesi
Aftökustaður samkvæmt gömlum sögum.
Tveir frekar háir klettar og breitt bill á milli þeirra. Tré var á milli klettana og menn þar hengdir.
Staðsetning: Um 1 km frá Básendum, stutt ganga frá vegi 45
Saga og menning
Kirkjuvogur
Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum. Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað frá Hvalsnesi. Kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Í illviðrinu mikla í ársbyrjum 1799 skemmdist kirkjuhúsið mikið.
Náttúra
Stakksfjörður
Saga og menning
Jón Þorkelsson og Sveinbjörn Egilsson
Jón Þorkelsson Thorkillius (1679-1759) og Sveinbjörn Egilsson (1791-1852), báðir fæddir í Innri-Njarðvík, voru nánir ættingjar. Jón var skólastjóri í Skálholtsskóla. Hann var merkilegur maður með brennandi áhuga á menntun og skólahaldi á Íslandi. Hann var vel efnaður og arfleiddi öllum sínum veraldlegum eigum í það að stofna skóla á Kjalarnesi, þess vegna hefur hann verið kallaður faðir grunnskólamenntunar á Íslandi. Minnismerki var reist við hlið kirkjunnar í minningu hans árið 1965. Sveinbjörn var einnig menntamaður og var fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík árið 1846. Hann var mikið ljóðskáld, þýðandi og málfræðingur, sem skrifaði orðabók yfir íslenskt skáldamál, Lexicon Poeticum. Hans frægasta verk var þýðing hans á Hómerskviðu. Hans er einnig minnst með minnismerki við kirkjuna.
Náttúra
Gunnuhver
Kröftugt hverasvæði á Reykjanesi.
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn
Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði akveg og göngupalla. Í endaðan júní 2010 hafa verið teknir í notkun nýjir göngupallar og útsýnispallar þar sem er aðgengi fyrir alla.
Hitt og þetta
Félagsbíó
Hljómahöll
Um aðstöðuna
Lýsing |
Skírður eftir kvikmyndahúsi sem var starfrækt í Keflavík. Hægt er að leigja salinn á morgnana og kvöldin. Hentar vel undir litla fyrirlestra með glærusýningum. |
Stærð rýmis |
6 m x 10m |
Svið |
Nei |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Sitjandi 16-25 Standandi: 50
|
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
Fohn 6,1 hljóðkerfi |
Tegund Skjávarpa |
4000 Lumens |
Stærð sýningartjalds |
Skjár 150 tommur
|
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
|
Þráðlaust internet |
Já |
Saga og menning
Kalmanstjörn
Hitt og þetta
Bergið Hljómahöll
Hljómahöll
Um aðstöðuna
Lýsing |
Berg er skýrður eftir Hólmabergi í Keflavík. Glæsilegur salur sem hentar fyrir tónleika, fyrirlestra og fundi. Stólarnir eru einstaklega þægilegir en þeir heita Magni og eru hannaðir af Valdimar Harðarsyni arkitekti. |
Stærð rýmis |
9,3 m x 16 m |
Svið |
Já |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Leikhús uppröðun: 140
|
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
JBL Vertec
|
Tegund Skjávarpa |
5000 lumens |
Stærð sýningartjalds |
5m x 5m
|
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
|
Þráðlaust internet |
Já |
Saga og menning
Svartsengi
Grasfletir norður frá Svartsengisfelli, norðan við Grindavík.
Þar hafa verið haldnar sumarsamkomur Grindvíkinga. Sunnan við það er Svartsengisfell. Mikið háhitasvæði er við Svartsengi. Er hitaveita leidd þaðan til allra Suðurnesja. Affallsvatn af orkuverinu sem þar er myndar Bláa Lónið.
Hitt og þetta
Officera Klúbburinn
Ásbrú - Keflavík
Fyrirtæki: KADECO
Um aðstöðuna
Lýsing |
Þrír samliggjandi veislusalir |
Stærð rýmis |
2057 m² |
Svið |
|
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Sitjandi: 450 manns
|
Starfsfólk á staðnum |
Hitt og þetta
Park Inn by Radison
Keflavík
Um aðstöðuna
Lýsing |
Þrír sérsniðnir fundarsalir. Stór salur á jarðhæð hússins. Tveir fundasalir sem hægt er að opna á milli og gera að einum. Salur 1 og 2 eru ekki með glugga sem snúa út. Einn veggurinn er með gler vegg sem snýr að anddyri hótelsins. Hægt er að ráða lýsingunni í báðum sölum. Gólfteppi. Salur 3 er með glugga sem snýr að Hafnargötunni. Flísar eru á gólfi og hægt er að stjórna lýsingunni. |
Stærð rýmis |
Kemur síðar |
Svið |
Nei |
Gott anddyri |
Já |
Fjöldi gesta |
Sitjandi: 300manns Standandi: 500 manns |
Starfsfólk á staðnum |
Já |
Tækjabúnaður
Tegund Hljóðkerfis |
Apart
|
Tegund Skjávarpa |
Epson |
Stærð sýningartjalds |
3x2 á breidd
|
Hljóðnemar |
Já |
Þráðlausir bendlar |
Já
|
Tölva |
Asus |
Þráðlaust internet |
Já |
Saga og menning
Þórshöfn
Söfn
Listasafn Reykjanesbæjar
Söfn
Byggðasafn Reykjanesbæjar - Stekkjarkot
Gestastofur
Gestastofa Reykjanes Geopark
Söfn
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Söfn
Rokksafn Íslands
Söfn
Bátasafn Gríms Karlssonar
Söfn
Víkingaheimar
Upplýsingamiðstöðvar
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Söfn
Duus Safnahús - Menningar- og listamiðstöð
Sýningar
Skessan í hellinum
Verslun
Urta Islandica
Sýningar
Hljómahöll
Gestastofur
The Bioeffect Tour
Aðrir
- Grænásbraut 506
- 260 Reykjanesbær
- 661-6999
- Vogar
- 190 Vogar
- 440-6200
Veitingahús
Lava restaurant, Bláa lóninu
Kaffihús
Kaffi Duus
Veitingahús
Hjá Höllu
Veitingahús
Salthúsið
Veitingahús
Papa´s Pizza
Gestastofur
The Bioeffect Tour
Veitingahús
Paddy´s Beach Pub
Hótel
Hótel Duus
Sýningar
Hljómahöll
Veitingahús
Hjá Höllu
Veitingahús
Veitingahús
Olsen Olsen
Verslun
Urta Islandica
Veitingahús
Ráðhúskaffi
Hótel
Hótel Keflavík
Veitingahús
Bryggjan Grindavík
Kaffihús
Cafe Petite
Veitingahús
The Bridge
Söfn
Víkingaheimar
Veitingahús
Library Bistro / bar
Veitingahús
Fish House Bar and Grill
Hótel
Northern Light Inn
Veitingahús
KEF Restaurant
Aðrir
- Hafnargata 19a
- 230 Reykjanesbær
- 421-4601
- Hafnargata 39
- 230 Reykjanesbær
- 4218666
- Tjarnargata 26
- 190 Vogar
- 893-6800
- Vatnsnesvegur 12
- 230 Reykjanesbær
- 420-7000
- Krossmói 2
- 260 Reykjanesbær
- 570-6766, 570-6766
- Básinn - Vatnsnesvegi 16
- 230 Reykjanesbær
- 421-3755, 863-3741
- Fitjar 2
- 230 Reykjanesbær
- 530-7070
- Hafnargata 36a
- 230 Reykjanesbær
- 555-0801
- Fitjar 2
- 260 Reykjanesbær
- 581-2345
- Iðjustígur 1
- 260 Reykjanesbær
- 5195210
- Keilisbraut 771
- 235 Reykjanesbær
- 4214777
- Keflavíkurflugvöllur
- 235 Reykjanesbær
- 4313849
- Krossmói 4
- 260 Reykjanesbær
- 519-6920
- Norðurljósavegur 1
- 240 Grindavík
- 426-8650
- Hafnargötu 86
- 230 Reykjanesbær
- 581-2345
- Hafnargötu 26
- 240 Grindavík
- 426-7080