Upplýsingar um verð
6990 kr
Spjall, trall og partý
Bræðurnir Jón og Frikki Dór ætla að koma saman fram á tónleikum í Hljómahöll 19. apríl.
Húsið opnar kl 19 en þeir bræður stíga á svið kl 20 og halda uppi stuði með söngraddir sínar, lagabálk og kassagítarinn að vopni. Draumur piltanna er að ná samsöng viðstaddra í hæstu hæðir. Öll vinsælustu lög bræðranna vera á dagskrá og er af mörgu að taka. " Við lofum gríðarlegu stuði," sögðu bræðurnir aðspurðir um hverslags stuði þeir lofa. Ekki missa af stemmningskvöldi með bræðrunum skemmtilegu frá Hafnarfirði.