Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gisting

bluelagg.jpg
Gisting

Íslensk ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og gistimöguleikum að sama skapi fjölgað. Fjölbreytt gisting er í boði um allt land, hvort sem óskað er eftir lúxus gistingu með dekri eða ódýrari valkostum. Listinn hér að neðan sýnir úrval gistimöguleika.

Bændagisting

Gisting á bóndabæ er alveg sérstök upplifun.

Fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt og komast nær fólkinu í landinu er bændagisting frábær kostur.

Farfuglaheimili og hostel

Einföld og ódýr gisting.

Hentar þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.

Gistiheimili

Um allt land má finna gistiheimili, mörg hver einkarekin.

Gistiheimili eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Heimagisting

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin.

Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Hótel

Á Íslandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum.

Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á Reykjanesi má finna gott úrval hótela frá þriggja til fimm stjörnu þjónustu. Hótelin hafa öll hafa sinn stíl. Skoðaðu úrvalið og veldu það sem hentar þér.  

Sumarhús

Það er notalegt að gista í sumarhúsi.

Slík gisting er sérstaklega hentug þegar fleiri ferðast saman.

Svefnpokagisting

Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en uppábúið rúm.

Tjaldsvæði

Ódýrasta gisting sem völ er á.

Fjölmörg tjaldstæði eru um allt land, flest opin frá maí og fram í september.

Íbúðir

Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum. 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík