Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fundir og ráðstefnur

snapshot-2-.png
Fundir og ráðstefnur

Reykjanes er kjörið ráðstefnu- og fundarsvæði á Íslandi vegna nálægðar við alþjóðaflugvöllinn Keflavík og býður uppá úrvalsþjónustu fyrir ýmsa viðburði, fundi, veislur og minni ráðstefnur.

Skoða má þá aðstöðu sem er í boði á svæðinu hér og lista yfir veitingaaðila má finna hér. Jafnframt eru nokkrir aðilar sem bjóða uppá veisluþjónustu en þjónustuaðilar á svæðinu geta aðstoðað við að finna réttan aðila og við skipulagningu viðburða. 

Aðstaða

Finndu sal eða rými sem hentar þínum viðburð!

Á Reykjanesi er margskonar aðstaða í boði ef halda á viðburð, allt frá 6 manna fundarherbergi í stærri rými sem rýma allt að 4000 manns. 

Markaðsstofa Reykjaness í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu, kortlagði og gaf út bækling um ráðstefnuaðstöðu á Reykjanesi sem má skoða hér

Jafnframt er hægt að kynna sér úrval sala sem er í boði með því að fara inn á spjöldin hér að neðan. Þá höfum við einnig tekið saman þá aðila sem eru boðnir og búinir til að þjónusta viðburðinn og er hægt að nálgast þá lista inn á síðunni um fundi og ráðstefnur.

Ferðaskrifstofur

Mikið úrval af ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum er um allt land. 

Gagnlegt getur verið að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum. Hér eru þær sem eru í boði á Reykjanesi.

 

Gisting

Íslensk ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og gistimöguleikum að sama skapi fjölgað. Fjölbreytt gisting er í boði um allt land, hvort sem óskað er eftir lúxus gistingu með dekri eða ódýrari valkostum. Listinn hér að neðan sýnir úrval gistimöguleika.

Veitingahús

Urmull veitingastaða er um allt land í öllum verð- og gæðaflokkum.

Hvort sem fólk hefur áhuga á heilsufæði eða einhverju minna heilsusamlegu, erlendri eða innlendri matargerð, ætti að vera hægur leikur að finna eitthvað gómsæti.

Skoðaðu listann hér að neðan og sjáðu hvað Reykjanesið hefur uppá að bjóða.

Matur í héraði

Reykjanesið hefur uppá að bjóða mikið úrval af veitingastöðum, allt frá skyndibitastöðum til hágæða veitingastaða. Margir staðanna leggja mikið upp úr því að bjóða upp á hráefni úr héraði, má þar nefna að á Reykjanesi er rík hefð fyrir sjósókn og hafa veitingastaðir á svæðinu skapað sér sess á meðal bestu sjávarréttastöðum landsins.

Skoðaðu úrvalið með því að fara inn á spjöldin hér fyrir neðan og ekki gleyma að taka með þér minningar með því að kaupa vörur sem framleiddar eru á svæðinu. 

Fyrir hópa

Ýmis fyrirtæki bjóða uppá fjölbreytta afþreyingu og tilboð fyrir hópa! 

Endilega skoðaðu þau hér og ekki hika við að hafa samband!

Samgöngur

Hægt er að velja um nokkra ferðamáta þegar farið er um Ísland. 

Hvort sem ætlunin er að aka um á eigin vegum, ferðast með rútu eða fara gangandi, hjólandi eða jafnvel fljúgandi um landið, er af nógu að taka. 

Skoðaðu það sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða hér að neðan. 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík