Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ætla stjórnmálin að sitja hjá? // Opinn fundur á Selfossi 17. október // Bein útsending frá fundinum

Í aðdraganda alþingiskosninga standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum.

Í aðdraganda alþingiskosninga standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum.

Tilefnið er að ræða stöðu ferðaþjónustunnar í hverju kjördæmi og þau tækifæri og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þeirri vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónustan er.

Ætla stjórnmálin að nýta þau tækifæri sem í ferðaþjónustunni felast á næsta kjörtímabili eða sitja hjá?

Mánudaginn 17. október kl. 20.00, verður fundur í Suðurkjördæmi á Hótel Selfossi.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með honum í beinni útsendingu á www.saf.is og í kjölfarið sýndur á sjónvarpsstöðinni N4

Það er afar mikilvægt að við sem lifum og hrærumst í ferðaþjónustunni nýtum tækifærið og mætum á fundina!

Með góðum kveðjum,

Samtök ferðaþjónustunnar