Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Base hotel fær fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Base Hótel, Reykjanesbæ. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni,“ fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Base Hótel, Reykjanesbæ. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni,“ fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.

Stjórnendur Base telja brýnt að koma fræðslu starfsfólks í markvissan farveg og hafa þ.a.l. óskað eftir Fræðslustjóra að láni. Í umsókn fyrirtækisins segir að sú staða sé komin upp að þörf sé á að færa starfsemina fram á við og auka gæði gagnvart viðskiptavinum. „Okkur langar til að vera með reglulega fræðslu sem hjálpar okkur í að ná því markmiði. Til þess að starfsmenn finni að þeir eigi þátt í að skapa starfsmenntunarmenningu innan okkar fyrirtækis þá viljum við að þeir taki þátt í þeirri greiningu sem þarf að fara fram til að setja upp fræðsluáætlun til þriggja ára,“ segir í rökstuðningi fyrirtækisins með umsókninni.

Starfsmenn fyrirtækisins eru tæplega eru 23 talsins og er verkefnið að fullu styrkt af Starfsafli og SVS.

Ráðgjafi verkefnisins er Miðstöð símenntunar á suðurnesjum.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550.