Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heimsklassa öldur á Reykjanesi - í aðalhlutverki hjá Red Bull

Surfarar virða fyrir sér Karlinn.
Surfarar virða fyrir sér Karlinn.

Brimbrettakapparnir Elli Þór og Heiðar Logi fengu á dögunum til sín góða gesti í þeim tilgangi að eltast við öflugustu öldur landins. Um var að ræða kunna brimbrettamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Spáni og Írlandi en með í för var myndatökuteymi frá Red Bull orkudrykkjaframleiðandanum. Úr varð glæsilegt myndband þar sem Reykjanesið kemur talsvert við sögu. Red Bull heldur úti Youtube síðu þar sem milljónir manna hafa horft á myndbönd frá öllum heimshornum. Íslandsförina má skoða hér í meðfylgjandi myndbandi.



Þeir Elli og Heiðar eru þekktustu brimbrettaiðkenndur landsins og eru að öðrum ólöstuðum talsmenn íþróttarinnar hérlendis. Þeir eru duglegir að mynda og miðla frá sportinu og eru þeir tíðir gestir á Reykjanesi sem er vinsæll staður til þess að surfa, eins og það kallast.

Heiðar Logi og Elli Þór með Festarfjall í baksýn. (skjáskot úr myndbandinu)

Valahnúkamöl og Karlinn eru orðin ansi vinsæl myndefni. skjáskot úr myndbandinu)