Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ísland frá A til Ö og áfangastaðurinn Reykjanes

Fimmtudaginn 19.október efna Íslandsstofa, Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Geopark til fundar í Krossmóa 4(5 hæð) í Reykjanesbæ. Viðfangsefnið er markaðsetningu Reykjanesskagans sem áfangastaðar.

Dagskrá:

12:00-14:00 - Kynning Íslandsstofu á markhópagreiningu og markaðsherferðinni Ísland a-ö.

Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining
Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur
Áfangastaðurinn Reykjanes
Umræður um framtíðina

14:00 - 15:30 - Áfangastaðurinn Reykjanes - Vinnustofa.

Hver er áfangastaðurinn Reykjanes? Hvað viljum við segja? Hvernig viljum við segja það og við hverja?

Skráning á fundinn er hafin hér.

Viðburðinn er einnig á Facebook.Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík