Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný löggjöf á sviði ferðamála

Alþingi samþykkti nýverið tvenn ný lög á sviði ferðamála sem taka gildi um næstu áramót. Annar vegar er um að ræða lög um Ferðamálastofu og hins vegar lög um pakkaferðir og samtenda ferðatilhögun.
Djúpavatn - Mynd: Snorri Þór Tryggvason
Djúpavatn - Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Alþingi samþykkti nýverið tvenn ný lög á sviði ferðamála sem taka gildi um næstu áramót 1. janúar 2019. Annar vegar er um að ræða lög um Ferðamálastofu og hins vegar lög um pakkaferðir og samtenda ferðatilhögun. 

Helstu breytingar snúa að aukinni neytendavernd og öryggismálum.

Allir sem skipuleggja, selja og framkvæma ferðir verða áfram leyfisskyldir og verða leyfin tvenns konar: Leyfi ferðaskrifstofu og leyfi ferðasala dagsferða.

Hugtakið pakkaferðir er endurskilgreint og útvíkkað og nýmæli í lögunum er svokölluð samtengd ferðatilhögun.

Margir sem til þessa hafa verið undanþegnir leyfis- og tryggingaskyldu munu falla undir gildissvið laganna.

Öryggisáætlanir verða skylda hjá öllum sem framkvæma skipulagðar ferðir á Íslandi.

Núgildandi ferðaskrifstofuleyfi halda gildi sínu þannig að handhafar þeirra þurfa ekki að sækja um aftur. Þeir sem í dag hafa ferðaskipuleggjendaleyfi, og aðrir sem falla undir nýju lögin, þurfa að sækja um fyrir 1. mars 2019.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar verða settar fram á vef Ferðamálastofu auk þess sem núverandi leyfishafar og aðrir sem lögin varða fá send bréf með nánari skýringum og upplýsingum um þau atriði er varða þá sérstaklega.

Við gildistöku nýju laganna um næstu áramót falla úr gildi lög um skipan ferðamála nr. 73/2005 og lög um alferðir nr. 80/1994.

Skoða vef Ferðamálastofu

Skoða nýju lögin: