Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2017

Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunar- og hvatningarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2017
Frá afhendingu viðurkenninga 2016. Reynir Sveinsson og Mireya Samper - Mynd: vf.is
Frá afhendingu viðurkenninga 2016. Reynir Sveinsson og Mireya Samper - Mynd: vf.is

Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunar- og hvatningarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2017

Annað árið í röð munu Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark veita tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar sérstök hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu en hins vegar verðlaun fyrir vel unnin störf innan greinarinnar.

Í fyrra fengu listahátíðin Ferskir vindar í Garði Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og Reynir Sveinsson leiðsögumaður og ljósmyndari úr Sandgerði hlaut Þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar.

Óskað eftir tilnefningum til umræddra verðlauna. Tilnefningum ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið thura@visitreykjanes.is eða eggert@reykjanesgeopark.is fyrir 19. janúar nk.

Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 16. febrúar nk. á opnum morgunverðarfundi um ferðaþjónustu og markaðssetningu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark.