Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýtt og ævintýralegt utanvegahlaup

Sunnudaginn 4. júlí hefst REYKJANES VOLCANO ULTRA – America to Europe sem er nýtt og skemmtilegt utanvegahlaup. Hlaupið er einstakt að því leyti að hlaupið verður í fjórum vegalengdum að eldgosinu, 100km, 50km, 30km og 10km. 10km hlaupið er við allra hæfi þar sem hringurinn fer um Gálgakletta, upp á Þorbjörn og svo endað aftur í Grindavík. Spáð er frábæru veðri um helgina, allt að 16 stiga hiti og léttskýjað.

Svona eru tímasetningar hlaupsins:

  • 100km hlaupið hefst á miðnætti 3ja júlí (laugardalskvöld).
  • 50km hlaupið hefst kl. 9.00 á sunnudagsmorgni.
  • 30km hlaupið hefst kl. 10.00 á sunnudagsmorgni.
  • 10km hlaupið hefst kl. 11.00 á sunnudagsmorgni.

Upphaf og endamark allra hlaupanna verður fyrir utan veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík. Eftir hlaupin verður Salthúsið með tilboð í mat og drykk fyrir þáttakendur og það má búast við útdráttarverðlaunum, miklu stuði og gleði.

Sundlaug Grindavíkur er við hliðina á Veitingatsaðnum Salthúsið og tilvalið væri að hvíla þreytta fætur í pottinum eða ísbaðinu eftir hlaupið en sundlaugin er opin til kl. 19:00 á sunnudag.

Hlaupagögn verður hægt að nálgast í Salthúsið Grindavík á hlaupadegi og einnig á laugardeginum í milli kl. 13 og 15 í Hafnarþorpið (uppfært gamla Kolaportið) í 101 Rvk.

Hægt er að skrá sig í þetta mikla ævintýrahlaup á hlaup.is

Við hlökkum til að sjá þig!