Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sex bónorð á dag í Bláa Lóninu - Huffington Post í heimsókn á Reykjanesi

Reykjanesið er sérstaklega tekið fyrir í nýrri grein sem birtist á vef fjölmiðlarisans Huffington Post. Í greininni er spjallað við Suðurnesjamanninn Atla Sigurð Kristjánsson markaðsstjóra Bláa Lónsins auk þess sem forsetafrúin Eliza Reid ræðir um sundlaugarmenningu Íslendinga. Að sögn Atla má gera ráð fyrir um sex bónorðum á dag í Bláa Lóninu, en þessi perla Reykjaness er fyrir löngu orðin heimsfrægur áningarstaður.

„Ef þig langar að fá kraft náttúrunnar beint í æð, þá er tilvalið að fara í útsýnisferð um Reykjanesið, sem er í bakgarði Keflavíkurflugvallar,“ segir í grein Huffington post.

Þar segir einnig að svæðið sé UNESCO Geopark og því suðupottur jarðhita og jarðfræði, auk þess sem finna má þar svartar strendur og frekari fegurð.

Hvatt er til þess að heimsækja Brúna milli heimsálfa þar sem hægt er standa milli Evrópu- og Ameríkuflekanna. Greinarhöfundur heimsótti einnig Gunnuhver og Reykjanesvita. Steinsnar frá er svo veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík, sem höfundur gefur góð meðmæli.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík