Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Skilti sett upp við Stampana og Reykjanestá

Reykjanes Unesco Global Geopark vinnur að því að fjölga áningarstöðum fyrir ferðamenn á svæðinu.

Við Stampagígaröðina úti á Reykjanesi er nú komið borð og upplýsingskilti við útskot Vegagerðarinnar. Þar er jafnframt Júpíter, sem er hluti af pláneturatleik sem HS Orka setti upp fyrir nokkrum árum. Leyfilegt er að ganga á gíginn sem er nær veginum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að raska ekki jarðminjum. 

Þá er verið að setja upp fræðsluskilti við Reykjanesvita og nágrenni. Eitt þeirra er um síðasta geirfuglinn og listaverk Todd McGrain eins og sést á myndinni hér að neðan.

Skilti við Stampana á Reykjanesi

 

Skilti um síðasta Geirfuglinn


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík