Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar

Nýlega kom út skýrsla um innflytjendur í ferðaþjónustu: Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði.

Rannsóknin

Rannsóknin er unnin af Mirru, fræðslu og rannsóknarsetri, en þar var farið í saumana á framlagi innflytjenda í ferðaþjónustunni sem í dag er stærsta og arðbærusta atvinnugrein landsins. Í skýrslunni er fjallað um vöxtinn í ferðaþjónustunni, helstu einkenni innflytjendalandsins Íslands, starfstengda fólksflutninga og landið sett í víðara alþjóðlegt samhengi. Fókus verksins er á etníska lagskiptingu á íslenskum vinnumarkaði og hvernig hún birtist í ferðaþjónustunni og þremur undirgreinum hennar: hótelum, bílaleigum og hópferðafyrirtækjum. Ennfremur er fjallað um ósýnileg störf sem tengjast greininni sem og skuggahliðar ferðaþjónustunnar. Rannsóknarskýrslan er stútfull af upplýsingum og vekur upp áleitnar spurningar, um ferðaþjónustuna, stöðu innflytjenda í dag og í framtíðinni og framtíðarþróun íslenks vinnumarkaðar og samfélags. 

Þess má geta að  fjallað er sérstaklega um áhrif ferðaþjónustunnar, á Leifstöð, Reykjanesbæ og nærsamfélög. 

Rannsóknin var unnin fyrir styrk frá Rannís og Þróunarsjóði innflytjendamála. 

Skoða heimasíðu Mirru  


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík