Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Verðmætasköpun í atvinnulífinu

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja stendur fyrir hádegisfundi þann 27. október þar sem fjallað verður um verðmætasköpun í atvinnulífinu og skoðuð þau tækifæri sem búa á Suðurnesjum.

Að sögn Bjarkar Guðjónsdóttur verkefnastjóra Heklunnar hefur mikill viðsnúningur orðið á atvinnulífinu á Suðurnesjum á stuttum tíma. „Nú glímum við við það lúxusvandamál að hér vantar fólk í vinnu og þar á ferðaþjónustan stóran þátt en líkja má Flugstöð Leifs Eiríkssonar við stóriðju okkar Suðurnesjamanna“.

Að sögn Bjarkar er ferðaþjónustan kærkomin en þó dugi ekki að setja öll eggin í sömu körfuna og því verði atvinnumálin skoðuð í sinni víðustu mynd og fengið sjónarhorn fjölbreyttra fyrirlesara sem fjalla munu um efnið. Þeir eru Grímur Sæmundsen formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF) og forstjóri Bláa Lónsins hf., Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og formaður stjórnar Vodafone og varaformaður stjórnar HS veitna og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir sérfræðingur hjá Nordregio.

Ari Eldjárn uppistandari mun slá á létta strengi á fundinum en fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Heklunnar og SSS.

Fundurinn verður haldinn í Bergi, Hljómahöll og hefst hann kl. 12:00 en húsið opnar kl. 11:45 með léttu hádegissnarli. Áætluð fundarlok eru kl. 13:30 og er fundurinn öllum opinn. 

Skráning á fundinn fer fram hér.

Haustfundur Heklunnar


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík