Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vetrarfundur ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

Vetrarfundur ferðaþjónustunnar á Reykjanesi
Kleifarvatn að vetri @Arnar Hafsteins

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til fundar um ferðaþjónustu og markaðssetningu í Hljómahöll miðvikudaginn 2. mars kl. 8:30. 

8:30-8:50 Léttur morgunverður
8:50-9:10 Markaðssetning Íslands sem áfangastaðar 2016, Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu 
9:10-9:30 Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja, Sváfnir Sigurðarson og Kristján Hjálmarsson frá HN markaðssamskiptum 
9:30-9:50 Uppbygging og tækifæri á árinu 2016, Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjanes Geopark og Þuríður H. Aradóttir forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness 
9:50-10:10 Raunvirði ævintýra og upplifana, Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og markaðsstjóri
10:10-10:30 Afhending Hvatningarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og Þakkarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

Fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku hér


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík