Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Skráning í Markaðsstofu Reykjaness

Smellið hér til að opna umsóknarformið.

Aðild að Markaðsstofu Reykjaness veitir fyrirtækjum aukinn sýnileika í landshlutabæklingi Reykjaness, heimasíðunni www.visitreykjanes.is og á samfélagsmiðlum Markaðsstofu Reykjaness. Jafnframt eru fyrirtæki sem eru aðilar að Markaðsstofu Reykjaness kynnt á ferðasýningum og landkynningarfundum innan og erlendis. Saman mynda fyrirtæki og stofnanir sveitarfélaga á Suðurnesjum sterka heild sem að kemur að kynningarmálum og mótun á ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum.

Skráningarferlið tekur um 10-20 mínútur og best er að hafa textaupplýsingar um fyrirtækið og myndir tilbúnar áður en hafist er handa við að fylla út skráningarformið. Út fyllt telst þetta skráningaform vera formleg beiðni fyrirtækis til skráningar í Markaðsstofu Reykjaness.

Skráning í Markaðsstofu Reykjaness er fyrirtækjum að kostanaðarlausu fyrir árið 2020.

Ef einhverjar spurningar vakna við útfyllingu skráningarformsins hafið þá samband með tölvupósti: markadsstofa@visitreykjanes.is

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík