Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kynnisferð um Reykjanesið

Fimmtudaginn 13. júní n.k standa Reykjanes Geopark og Markaðsstofa Reykjaness fyrir kynnisferð um Reykjanesið fyrir starfsfólk upplýsingaveitna og ferðaþjónustufyrirtækja. Markmið með ferðinni er að efla þátttakendur í upplýsingagjöf og þjónustu við gestina okkar en ekki síst að gefa þeim tækifæri á að fræðast meira um Reykjanesið.

Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráðu fer fran hér fyrir neðan eða með því að senda póst á markadsstofa@visitreykjanes.is.

Nánari dagskrá fyrir ferðina verður send á þátttakendur. 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík