Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Námskeið og kynnisferð um Reykjanesið í Geoparkviku

Miðvikudaginn 31. maí n.k standa Reykjanes Geopark og Markaðsstofa Reykjaness fyrir námskeiði og kynnisferð um Reykjanesið fyrir starfsmenn upplýsingaveita og starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem vinna við upplýsingagjöf til ferðamanna. Markmið með námskeiðinu og ferðinni er að efla þátttakendur í upplýsingagjöf og þjónustu við gestinn en ekki síst að gefa þeim tækifæri á að fræðast meira um Reykjanesskagann og allt það sem við höfum uppá að bjóða. 

Dagskráin hefst kl. 9.00 í gestastofu Reykjanes Geopark og upplýsingamiðstöðinni í Duushúsum í Reykjanesbæ. Farið verður m.a. yfir mikilvæg atriði í upplýsingagjöf til ferðamanna og þau tæki og tól sem eru til staðar og gott er að vinna með og kynning verður frá Safetravel um aukna upplýsingagjöf áður en haldið verður af stað í kynnisferð. Ferðinni lýkur um kl. 17. 

Skráðu þátttöku hér fyrir neðan eða sendu póst á markadsstofa@visitreykjanes.is með upplýsingum hér fyrir neðan og fjölda þátttakenda.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík