Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vetrarfundur ferðaþjónustunnar 28. febrúar 2019

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til morgunverðarfundar í Hljómahöll þann 28. febrúar n.k. frá klukkan 8:30-10:00.
 
Húsið opnar kl. 8.00 með léttum morgunverði.
 
Með erindi verða:
 
• Atli Sigurður Kristjánsson, Forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Bláa Lóninu.
• Theodóra Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Isavia.
• Edda Kentish, Hugmyndasmiður og stefnumótunarráðgjafi hjá Hvíta húsinu.
• Fundarstjóri er Breki Logason, framkvæmdastjóri og eigandi Your Day Tours.
 
Jafnframt fer fram afhending viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2019. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku. 
 
Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík