Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áhugaverð pólsk sýning í Duus húsum

Listsýningin pólskra íbúa Reykjanesbæjar, sem frumsýnd var á pólska menningardeginum hefur nú verið færð í Stofuna, Duus húsum og opnar formlega kl. 18 í dag þann 14. nóvember. Hvað segja Pólverjar um veruna hér? Hvernig líður þeim? Hver eru þau?

Að auki verða tvær aðrar sýningar opnaðar í Duus, menningarverðlaunin Súlan veitt, styrktaraðilum ljósanætur þakkað og boðið upp á uppistand frá Dóra DNA.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík