Flýtilyklar
Allt um eldgosið á einni síðu
Á vef okkar Visitreykjanes.is höfum við nú opnað síðu þar sem finna má allar helstu upplýsingar sem tengjast eldgosinu í Geldingadölum. Þar má finna allt um aðgengi og færð að gosstað, sem og nýjustu upplýsingar frá öllum helstu yfirvöldum. Vefsíðan er í stöðugri þróun og upplýsingar uppfærðar í takt við eldgosið sjálft.
Á heimasíðu okkar má svo að sjálfsögðu finna allt mögulegt sem viðkemur Reykjanesskaganum. Allir helstu ferðamannastaðir, afþreying, veitingastaðir og gististaðir.