Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Bláa Lónið er nýr þátttakandi í Vakanum

Bláa Lónið er nýr þátttakandi í Vakanum
Við afhendingu Vakans í dag Mynd:HilmarBragi

Bláa Lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu.

Bláa Lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun.

Bláa Lónið leggur áherslu á upplifun, gæði og öryggi og er viðurkenning Vakans enn frekari staðfesting á mikilvægi þessara þátta í starfsemi fyrirtækisins.

Markmiðið með VAKANUM er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja

Guðrún Lísa Sigurðardóttir, öryggis- og gæðastjóri Bláa Lónsins og Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi, tóku á móti VAKANUM fyrir hönd Bláa Lónsins.  Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness, afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Vakans og Ferðamálastofu.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík