Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðalaunin árið 2019

Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðalaunin árið 2019,  en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
 
Í umsögn dómnefndar segir: „Steinsteypa nýtur sín vel á mörgun stöðum í byggingunni, að innan sem utan, og einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. Mikil áhersla er á frumleika og er hönnun og framkvæmd framúrskarandi.“
 
Steinsteypuverðlaunin 2019 voru veitt við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum á Grand Hótel í dag, þann 15. Febrúar 2019. Í ár bárust félaginu 13 tillögur og af þeim þrettán tillögum voru valin fimm mannvirki til að skoða betur: Ástjarnarkirkja – Safnaðarheimili, Bláa Lónið Retreat – Hótel og heilsulind – áhersla á mynsturvegg, Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, Búrfellsstöð II – Stoðveggur úr vistvænni steypu og Guðlaug við Langasand á Akranesi.
 
 
 
 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík