Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Bretar áhugasamir um græna orku á Reykjanesi

Bretar áhugasamir um græna orku á Reykjanesi
Fiskeldi Matorku við Grindavík - mynd The Guardian.

Á dögunum birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fjallað er um græna orku á Íslandi. Fyrirtæki á Reykjanesi koma sérstaklega mikið við sögu í greininni þar sem m.a. er fjallað um endurnýtanlega orku, fiskeldi, og hátækni gróðurhús.

Fjallað er um Carbon recycling í Svartsengi þar sem metanól er framleitt með endurvinnslu á koltrísýringsútblæstri og raforku. Nær Grindavík er gróðurhús Bioeffect þar sem vínsindamenn hafa þróað prótín úr byggi. Þannig hafa orðið til húðvörur í hæsta gæðaflokki sem seldar eru um allan heim. Allt saman keyrt á grænni orku úr nágrenninu.

Fiskeldi Matorku við Grindavík er einnig meðal efnis í greininni en jarðhiti frá Reykjanesi er nýttur við starfsemina. Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú ræktar örþörunga sem nýttir eru í fæðubótarefni. Í umfjöllun breska blaðsins er ítarlega greint frá framleiðsluferlinu sem er einkar áhugavert.

Hið einstaka Bláa Lón er að sjálfsögðu nefnt til sögunnar enda brautryðjandi í grænni ferðamennsku á heimsvísu.

Sjá greinina hér

Gagnaverin við Patterson flugvöll eru einnig til umfjöllunar þar sem hentugt loftslagið á Reykjanesi er sagt gera gæfumuninn auk þess hve hagstæður rafmagnskostnaðurinn er.Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík