Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru 2,3 milljónir árið 2018

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 2,3 milljónir árið 2018 eða um 120.600 fleiri en árið 2017, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukning milli ára nemur 5,5%. Fjölgunin er minni en undanfarin ár en hún var á bilinu 24,1% til 40,1% milli ára á tímabilinu 2013-2017.

Af einstaka markaðssvæðum voru brottfarir Norður-Ameríkana flestar eða um 794 þúsundir talsins og var mest fjölgun þaðan eða um 115 þúsundir. 

Fjölgun var í brottförum erlendra farþega milli ára 2017 til 2018 alla mánuði ársins nema í apríl. Fjölgunin var hlutfallslega mest í maí og september eða um 13% en minnst í mars, júlí, ágúst, nóvember og desember eða á bilinu 1,5% til 3,7%.

Ferðamálastofa áréttar að fjöldi brottfara erlendra farþega gefur vísbendingu um þróun í komum ferðamanna til landsins. Til að álykta um breytingar á umsvifum í ferðaþjónustu þarf að líta til fleiri mælikvarða s.s. fjölda gistinótta og útgjalda ferðamanna.

Nánari tölur á vef Ferðamálastofu


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík