Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Allt um eldgosið á einni síðu

Á vef okkar Visitreykjanes.is höfum við nú opnað síðu þar sem finna má allar helstu upplýsingar sem tengjast eldgosinu í Geldingadölum. Þar má finna allt um aðgengi og færð að gosstað, sem og nýjustu upplýsingar frá öllum helstu yfirvöldum. Vefsíðan er í stöðugri þróun og upplýsingar uppfærðar í takt við eldgosið sjálft.

Allt um eldgosið

Á heimasíðu okkar má svo að sjálfsögðu finna allt mögulegt sem viðkemur Reykjanesskaganum. Allir helstu ferðamannastaðir, afþreying, veitingastaðir og gististaðir.

 

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík