Flýtilyklar
Mikilvægt að ríki og landshlutar tali saman
Það var fjölmennur hópur fulltrúa Suðurnesja sem tók þátt í samtali um stefnu ríkisins í landshlutum, á ráðstefnu sem haldin var í Hveragerði í vikunni.
Efnisflokkar ráðstefnunnar voru: Samþætting áætlana, uppbyggingarsjóður EES, stefnur í bígerð, umhverfis og skipulagsmál, menning, uppbygging mannauðs og atvinnuþróun og nýsköpun.
Nánari upplýsingar og ítarefni frá ráðstefnunni má nálgast á vefsíðu Byggðastofnunar.
Mynd frá vinstri: Eyþór Sæmundsson frá Markaðsstofu Reykjanes, Dagný Gísladóttir frá Heklunni, Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS, Sigurgestur Guðlaugsson Verkefnastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ, Björk Guðjónsdóttir frá Heklunni, Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness og Daníel Einarsson forstöðumaður Reykjanes Global Unesco Geopark.