Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

RÚV sýnir Soð á Reykjanesi

Matreiðsluþátturinn Soð verður á skjá allra landsmanna í vetur en fyrirhugað er að sýna þættina á RÚV með haustinu. Keflvíkingurinn Kristinn Guðmundsson er hugmyndasmiður og þáttastjórnandi Soð en hann tilkynnti um samstarfið við RÚV á Instagram um helgina.

Kristinn fékk styrk hjá Uppbyggingasjóði Suðurnesja í fyrra til þess að mynda sex þætti á Reykjanesi þar sem hann flakkar og kokkar í náttúru svæðisins. Þeir þættir verða nú fyrir augum Íslendinga á RÚV. Kristinn kveðst mjög kátur með þessa lendingu en þættirnir eiga að vera aðgengilegir á öllum miðlum RÚV þegar þeir fara í loftið.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík