Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tvö tonn af rusli í fjörum á Reykjanesi

Blái herinn í samvinnu við Reykjanes Geopark og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, tóku til hendinni og hreinsuðu fjöruna í Krossvík á Reykjanesi á dögunum. Hreinsunin var hluti af Geoparkviku en um 1,3 tonn af rusli söfnuðust til í Krossvík. Sjálfboðaliðar víðs vegar að tóku þátt í hreinsuninni en farið var í Þórkötlustaðarfjöru í kjölfarið og þar plokkað tæpt tonn af rusli til viðbótar.

Í báðum verkefnum tóku um 36 manns þátt, en frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkurbæjar.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík