Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Codland í nýrri herferð Inspired by Iceland

Codland í nýrri herferð Inspired by Iceland
Erla Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland í Grindavík.

„Ísland frá A til Ö“ kallast ný herferð Íslandsstofu sem framleidd er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Samhliða stafrófunum voru gerð níu myndbönd þar sem Íslendingar með mismunandi bakgrunn gefa innsýn í íslenskt atvinnulíf og samfélag gegnum sín störf og áhugamál. Þar á meðal er Grindvíkingurinn Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland en hún talar þar m.a. um ábyrgar fiskveiðar.

„Ég held að okkar hugarfar komi til vegna þess að við komum frá litlu landi og höfum alltaf þurft að nýta allt hráefni til fulls. Ég trúi að það sé á okkar ábyrgð að nýta allt það sem kemur um borð. Það er náttúrunni fyrir bestu. Ísland hefur alltaf lagt mikið upp úr ábyrgum fiskveiðum, það er mikilvægt vegna þess að við viljum að fiskurinn verði einnig til staðar fyrir kynslóðir framtíðarinnar,“ segir Erla m.a. í kynningunni en myndbandið má sjá hér að ofan.

Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag.

Hér má sjá öll myndböndin í herferðinni

 

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík