Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Framkvæmdir við Brimketil

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Brimketil, nýjan áfangastað á suðurströnd Reykjanesskagans milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Í ár verður útbúið nýtt bílastæði og smíðaðir útsýnispallar sem tryggja eiga betur öryggi gesta og auðvelda aðgengi að katlinum. 

Framkvæmdum við bílastæði er lokið í ár. Uppsetning útsýnispalla hefst í nóvember og má búast við því að loka þurfi hluta svæðisins á meðan framkvæmdir standa yfir. Gestir eru beðnir um að sýna verktökum skilning. Áætluð verklok eru 31. desember 2016.

Frétt af vef reykjanesgeopark.is


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík