Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gríðarlegur áhugi á íslensku matarhandverki

Gríðarlegur áhugi á íslensku matarhandverki
Urta Islandica sérhæfir sig í framleiðslu úr íslenskum jurtum.

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki fór fram á dögunum en þar komu saman matgæðingar landsins og buðu upp á sitt mesta lostæti. Fulltúar okkar af Reykjanesi hlutu verðlaun fyrir sín matvæli en Urta Islandica hlaut bæði gull og brons í keppninni. Annars vegar fyrir aðalbláberjate og hins vegar fyrir saltkaramellusíróp.

Keppt var í 10 flokkum, en alls bárust 133 matvörur og drykkir til leiks. Sjá má alla verðlaunahafa á vef Matarauðs Íslands.

Afhending verðlauna og matarhátíð Matarauðs Vesturlands var haldin á Hvanneyri. Frábær stemmning var á staðnum og glæsilegir fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda kynntu og seldu afurðir sínar. Hinn gríðarlegi fjöldi gesta er til merkis um virkilegan áhuga á íslensku matarhandverki.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík