Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hvetjum Íslendinga til að ferðast innanlands

Ferðamálastofa mun nú á vordögum setja í gang átak til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Auglýsingastofan Brandenburg heldur utan um verkefnið og er efni þess hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri geti nýtt það í sínu eigin markaðsefni.

Lendingarsíðan verður ferdalag.is sem byggir á sama gagnagrunni og vefir Markaðsstofa landshlutanna, og því afar mikilvægt að upplýsingar þar séu réttar á bæði íslensku og ensku. Samstarfsaðilar Markaðsstofu Reykjaness geta sent okkur upplýsingar á póstinn ejs@visitreykjanes.is.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um átakið hjá Ferðamálastofu


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík