Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland
Gestir við Gunnuhver á Reykjanesi

Í júní og ágúst 2015 gaf Hagstofa Íslands út nýja hliðarreikninga með þjóðhagsreikningum fyrir ferðaþjónustu, sk. ferðaþjónustureikninga tímabilið 2009-2013. Útgáfa reikninganna byggir á samstarfi Rannsóknamiðstöðvar ferðamála við Hagstofuna sem dr. Frent sinnti.

Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Hagstofu Íslands standa því fyrir kynningarfundi um gerð ferðaþjónustureikningana  mánudaginn 5. október kl. 15 Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands. Kynningin verður í höndum Dr. Cristi Frent.

Ferðaþjónustureikningar taka saman hagstærðir sem einkenna ferðaþjónustu í þjóðhagsreikningum og gefa til dæmis til kynna hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu. Hinsvegar er mikilvægt að skýra hvernig best er að hagnýta reiknaðar stærðir ferðaþjónustureikninga og ekki síður að skilja lykilhugtök og aðferðir við gerð reikninganna.  Kynning dr. Frent mun einnig skýra nokkur álitamál við notkun ferðaþjónustureikninga sem tölfræðitækis á Íslandi. Einnig verður greint frá hagrænu mikilvægi ferðaþjónustu á Íslandi á grunni ferðaþjónustureikninganna. 

Kynningin fer fram á ensku.

Sjá frétt á vef Rmf.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík